fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Birna var sólargeisli í lífi foreldra sinna: „Foreldrar hennar hafa átt erfitt með að komast fram úr rúmi“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 1. september 2017 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra og bróður Birnu Brjánsdóttur, var harðorða í garð fjölmiðla í málflutningi sínum við aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu.

Hanna sagði að báðir foreldrar hennar séu með áfallastreitu á háu stigi eftir atvikið. Það sé byggt á vottorðum sálfræðinga og presta. Þau fara fram á rúmar 10 milljónir í miskabætur til hvors aðila. Hún sagði jafnframt að ókunnir einstaklingar hafi bankað upp á hjá fjölskyldu Birnu og sagt þeim frá vandræðum sínum.

„Foreldrar hennar hafa átt erfitt með að komast fram úr rúmi. Bróðir Birnu hefur einnig átt mjög erfitt sem foreldrarnir finna mikið fyrir. Beinar útsendingar réttarhaldanna hafa aukið á streitu foreldranna. Faðir hennar situr hér í réttarsal umkringdur fjölmiðlafólki sem lýsir atvikum í beinni útsendingu. Sumir fjölmiðlar hafa farið offari í fyrirsögnum og málslýsingum,“ sagði Hanna Lára.

Hún sagði ennfremur að Birna hafi verið sólargeislinn í lífi foreldra sinna. „Birna var lífsglöð stúlka sem alltaf var hægt ná í. Birna var náin fjölskyldu sinni og hún var sólargeisli í lífi foreldra sinna,“ sagði Hanna Lára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“