Ekið á hóp hermanna í París – Margir slasaðir – Ökumannsins leitað

Franskir lögreglumenn að störfum.
Franskir lögreglumenn að störfum.
Mynd: EPA

Ekið var á hóp hermanna í Levallois-Perret í París fyrir stundu. Sex hermenn slösuðust, þar af tveir alvarlega að sögn franskra fjölmiðla.

Lögreglan í París leitar nú að bílnum, sem var ekið á hermennina, og ökumanni hans. Ekki er vitað hvort einn eða fleiri voru í bílnum.

Sky-fréttastofan segir að svo virðist sem bílnum hafi verið ekið vísvitandi á hermennina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.