Vísað upp úr sundlaug fyrir að vera í búrkíni – Rukkuð um 60.000 fyrir þrif á sundlauginni

Kona í búrkíni að synda.
Kona í búrkíni að synda.
Mynd: EPA

Þegar frönsk kona, íklædd búrkíni (sundfatnaði sem hylur nær allan líkamann) hoppaði út í sundlaug nærri Marseille í Frakklandi hafði hún örugglega ekki gert sér grein fyrir að það yrði jafn dýr og óþægileg lífsreynsla og raun varð á. Henni var vísað upp úr og rukkuð um sem nemur 60.000 íslenskum krónum fyrir þrif á sundlauginni.

Konan, sem er múslimi, var í fríi nærri Marseille ásamt fjölskyldu sinni. Þegar hún fór ofan í sundlaugin bað starfsfólkið alla aðra gesti um að fara upp úr og síðan var konunni vísað úr lauginni og henni og eiginmanni hennar afhentur fyrrgreindur reikningur fyrir þrif á lauginni.

Daily Mail skýrir frá þessu. Reikningurinn var miðaður við þrif á lauginni og það tekjutap sem ætlað var að yrði þar sem loka þurfti lauginni í tvo daga vegna þrifanna. Eigandi sundlaugarinnar ræddi síðan við eiginmann hennar og bað hann um að koma í veg fyrir að hún færi aftur í sundlaugina.

“Ég varð fyrir vonbrigðum, mér brá og ég er sár yfir því að einhver geti sýnt svona mikla hræsni vegna búrkíni.“

Sagði konan eftir því sem samtökin United Against Islamophpbia (CCIF) í Frakklandi segja. CCIF segja að búrkínann hafi verið sérhannaður til þess að synda í og hafi því ekki ógnað hreinlætinu í lauginni á nokkurn hátt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.