Pantaði salat á veitingastað – Það sem hún fékk kom mjög á óvart

Georgina Jarvis.
Georgina Jarvis.

Sífellt fleiri gerast grænmetisætur og samfara því eykst úrvalið af grænmeti og grænmetisréttum á mörgum veitingastöðum. En þegar farið er í frí til sunnanverðrar Evrópu getur verið erfitt að finna veitingastaði sem bjóða upp á sérstakan mat fyrir grænmetisætur. Þessu lenti ung kona nýlega í þegar hún var í fríi á Spáni. Hún var því mjög glöð þegar hún fann veitingastað sem auglýsti að þar væru grænmetisætur velkomnar og að boðið væri upp á góðan mat fyrir grænmetisætur.

Georgina Jarvis, 19 ára, var í fríi í bænum Fuengirola, sem er nærri Malaga, ásamt fjölskyldu sinni. Georgina er grænmetisæta og á að jafnaði ekki erfitt með að verða sér úti um gott grænmeti og grænmetisrétti á heimaslóðum sínum. Það hafði reynst erfitt á Spáni og því gladdist hún mjög þegar hún fann veitingastað sem gaf sig út fyrir að taka vel á móti grænmetisætum.

Yngri systir hennar, Gabby, sagði í samtali við Mirror að Georgina hafi fyrst pantað grænmetispizzu með engum osti. Skömmu síðar hafi þjónn komið og sagt að það væri egg í pizzunni og því væri betra fyrir hana að skoða grænmetisréttina á matseðlinum.

Það gerði Georgina og pantaði sér stórt salat.

“Þegar það kom horfðum við á hvor aðra með undarlegu augnaráði og ég gat ekki annað en hlegið.“

Sagði Gabby. Það er kannski ekki að furða að hún hafi hlegið því eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan samanstóð salatið af hráum lauk og tómötum og engu öðru. Það er þó eiginlega ekki hægt annað en að dást að þeirri natni sem var greinilega lögð í að raða þessu á diskinn.

Salatið glæsilega.
Salatið glæsilega.

Þar sem Gerogina var mjög svöng þá borðaði hún allt salatið en engum sögum fer af lauklyktinni sem lagði væntanlega frá vitum hennar næstu klukkustundir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.