Neyðarboð frá neyðarsendi í Lónafirði á Jökulfjörðum

Þrjár björgunarsveitir á Vestfjörðum voru boðaðar út rétt fyrir sjö í kvöld vegna neyðarboða sem berast úr neyðarsendi sem staðsettur er í Lónafirði á Jökulfjörðum. Þetta kemur fram í skeyti frá Landsbjörgu.

Þar segir enn fremur að björgunarskip og hraðskreiðir björgunarbátar frá Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík með samtals um 20 björgunarsveitarmenn séu á leiðinni í Lónafjörð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.