Magnús aftur handtekinn

Magnús Jónsson var handtekinn í síðustu viku eftir umferðaróhapp. Var Magnús grunaður um akstur undir áhrifum. DV hefur áður greint frá því þegar Magnús handtekinn af lögreglunni í Austin í Texas á Four Seasons-hótelinu þar í borg. Þar var Magnús grunaður um að beita þáverandi kærustu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur ofbeldi. Hún hefur jafnframt kært hann til lögreglu hér á landi. Magnús stefndi henni á dögunum fyrir meint meiðyrði.

Sjá einnig: Fékk stefnu frá Magnúsi á Drusludeginum: „Loksins farinn að skilja að ég vil aldrei sjá hann aftur“

Magnús var handtekinn á heimili sínu í Garðabæ á mánudaginn í síðustu viku og var vistaður í fangageymslu lögreglu. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á svæðinu, segir í samtali við DV að lögreglu hafi borist tilkynning um áttaleytið um bíl sem hafði lent upp á umferðareyju við Ásabraut.

„Lögreglan fer á staðinn og þar er bílinn mannlaus og óökufær upp á umferðareyjunni. Skráður eigandi bílsins á heima skammt frá og hann er handtekinn á heimili sínu,“ segir Sævar.

Sjá einnig: Hanna Kristín stígur fram og opnar sig um kvöldið örlagaríka í Texas: „Fyrir drengina mína ætla ég að vera móðirin sem lætur svona ekki viðgangast“

Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Magnús er handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Vísir greindi frá því í apríl að hann hafi verið handtekinn í Borgarnesi. Samkvæmt þeirri frétt þurfti kona sem var með honum í bílnum að keyra út í kant vegna ofbeldis mannsins. Annar ökumaður hafi komið henni til aðstoðar. Lögreglu var tilkynnt um málið en líkt og nú var bíllinn yfirgefinn þegar hún kom á vettvang.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.