Fréttir

Morðtilraun segir Andrea: „Grafalvarlegt mál,“ segir lögregla sem hefur útilokað allt annað en íkveikju

Gengur brennuvargur laus? – „Tilraun sem bar ekki árangur. Ég er enn hér.“ – Húsnæðislaus og á vergangi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 23:55

Andrea Kristín Unnarsdóttir telur að um morðtilraun hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í húsi hennar á Stokkseyri um miðjan júlí. Bráðabirgðarniðurstaða liggur fyrir og nánast útilokað að hún muni breytast úr þessu. Niðurstaðan er að kveikt hafi verið í húsinu og sá sem það hafi gert hafi kveikt eld í forstofu hússins. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurlandi í samtali við DV. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir:

„Eldurinn kemur upp í forstofu. Það er búið að útiloka allt annað en íkveikju, sem er grafalvarlegt mál.“

Andrea segir marblettina vera sönnun um að gripið hafi verið harkalega um hönd hennar inni í húsinu og ýtt þannig að hún féll aftur á bak í eldinn.
Marin á handlegg eftir brennuvarg Andrea segir marblettina vera sönnun um að gripið hafi verið harkalega um hönd hennar inni í húsinu og ýtt þannig að hún féll aftur á bak í eldinn.

Andrea Kristín segir í samtali við DV að hún hafi verið sofandi inni í svefnherbergi. Kveðst hún hafa verið vakinn af öðrum hundinum sem hún á. Hafi hundurinn í raun bjargað lífi hennar. Húsið var gamalt og meðal annars notaður hálmur sem fylling á milli veggja. Andrea var ólétt og segir að hún hafi misst fóstrið. DV hefur áður fjallað um brunann.

„Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér.“

Andrea segir að húsið hafi verið allt í reyk og að inni í húsinu hafi verið manneskja sem hafi reynt að vinna henni mein. „ … Ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank (annar hundurinn) og hlaupa með þau öll út áður en allt varð alelda,“ segir Andrea sem lagðist í grasið og velti sér um til að slökkva eldinn. Andrea bætir við:

„Ég missti því miður barnið líka i þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í 17. júlí.“

Tímasetningar slökkviliðs

Andrea dvaldi í um viku tíma á spítala vegna brunasára sem eru ekki enn gróin.
Hrikaleg brunasár Andrea dvaldi í um viku tíma á spítala vegna brunasára sem eru ekki enn gróin.

Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem stór bruni kemur upp á Stokkseyri. Í byrjun árs brann einbýlishús til kaldra kola. Þá kviknaði í húsbíl þar sem barn lést. Þriðji stóri bruninn er húsið sem Andrea bjó í. Í fyrstu fréttum Stöðvar 2 var tekið fram að fyrir áratug höfðu brunavarnir Árnessýslu slökkviliðsbíl á Stokkseyri sem var sameinum slökkvistöðinni á Selfossi með skipulagsbreytingum. Spurning er því hvort viðbragðstími slökkviliðs hafi verið lengri en ef bíll hefði verið staðsettur á Stokkseyri.

„Nei, ég tek svo ekki vera. Við teljum að viðbragðið vera það gott þaðan að nei, við teljum það hafa mikið að segja,“ sagði Haukur Grönli í samtali við fréttastofu Stöðvar 2.

DV óskaði eftir tímasetningum frá slökkviliðinu á Selfossi. Þar segir að Brunavarnir Árnessýslu hafi fengið símtal kl: 05:22. Varðstjóri Brunavarna Árnessýslu kemur á staðinn 05:31. Tekið skal fram að hann kemur ekki á dælubíl heldur fólksbíl. Fyrsti dælubíll kemur svo á vettvang 05:39 eða 17 mínútum eftir tilkynningu. Þegar bruni verður skiptir hver mínúta máli og hlýtur því staðsetning dælubíla og starfsmanna að hafa sitt að segja að mati íbúa á Stokkseyri sem DV hefur rætt við.

Lögregla hefur áhyggjur

Andrea svaf í tjaldvagni í gær og leitar enn að húsnæði. Hún er illa brunninn á bakinu. Ýmsar sögusagnir hafa farið af stað í litla bæjarfélaginu á Stokkseyri. Hjá yfirvöldum fengust þær upplýsingar að Andrea átti ekki húsið og var ekki með innbústryggingu, því ekkert á því að græða fyrir húsráðanda að kveikja í sjálfur. Framburður Andreu, staðsetning brunasára á líkama hennar og rannsókn lögreglu gefa ekkert annað til kynna en að brennuvargur gangi laus sem hafi sett aðra manneskju í mikla lífshættu. Lítur lögregla það mjög alvarlegum augum. Um þetta segir Andrea sjálf:

„Málið skiptir þá skyndilega um alvarleikastig. En ekki hvað!? Verður rannsakað sem morðtilraun. Tilraun sem bar ekki árangur. Ég er enn hér.“

Þá segir Andrea að annar hundur hennar hafi verið með stungusár. Andrea hefur liðið vítiskvalir og með mikil og stór brunasár á baki og öxlum. Sárin gróa illa en Andrea kveðst ekki geta gefið sér tíma til að hvílast. Hún er húsnæðislaus með tvo hunda og leitar að íbúð eða húsi á Stokkseyri. Vinir Andreu hafa staðið fyrir söfnun og hefur DV rætt við Hilde B. Hundstuen sem hafði verið Andreu innan handar en þær hafa verið vinkonur í um 20 ár. Þá sagði Hilde:

Andrea leitar að húsnæði á Stokkseyri. Síðustu nótt svaf hún með hundana í hústjaldi.
Dvelur í hústjaldi Andrea leitar að húsnæði á Stokkseyri. Síðustu nótt svaf hún með hundana í hústjaldi.

„Hana vantar líka vinnu þegar þar að kemur og að henni sé gefið tækifæri. Hún hefur síðustu ár tekið líf sitt í gegn og hún nýtur ekki sannmælis. Karlmenn sem hætta öllu rugli og koma úr þessu umhverfi fá vinnu strax. Ef fólk vantar duglegan starfskraft ættu þeir ekki að láta þessa stelpu fram hjá sér fara. Hún er hörku dugleg,“ segir Hilde sem hefur staðið fyrir söfnun fyrir vinkonu sína og bætir við að lokum: „Ef fólk getur séð af fáeinum krónum myndi það hjálpa mikið til.“

Banki: 0310 – 13 – 133414 Kennitala: 220179-3039

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“
Fyrir 2 dögum

Leiðinlegt fyrir Pólverja

Leiðinlegt fyrir Pólverja