Margrét Hulda vekur athygli á aðstæðum á geðdeild

„Gengur á höndum“ hringinn í kringum landið

Næstu viku ætlar Margrét Hulda að ganga á höndum á völdum stöðum hringinn í kringum landið. Það gerir hún til að vekja athygli á aðstæðum á geðdeild.
Margrét Hulda gengur á höndum Næstu viku ætlar Margrét Hulda að ganga á höndum á völdum stöðum hringinn í kringum landið. Það gerir hún til að vekja athygli á aðstæðum á geðdeild.

Margrét Hulda Karlsdóttir ætlar að keyra um landið næstu viku og ganga á höndum á vel völdum stöðum. Þannig ætlar hún að vekja athygli á aðstæðum á geðdeild og þeim hræðilegu atburðum sem orðið hafa þar síðustu vikur, en í sumar hafa tveir ungir menn tekið eigið líf á geðdeild.

Margrét Hulda segist einfaldlega ekki geta setið á höndunum lengur. Í samtali við DV segir Margrét Hulda, sem er 27 ára, að hún ætli að keyra hringinn og ganga á höndum nokkur spor á vel völdum stöðum. „Ég fékk að kynnast starfsemi geðdeildar þegar einstaklingur sem er mér mjög nákominn lagðist inn í sjálfsvígshugleiðingum. Því miður hef ég ekki góða né uppbyggilega sögu að segja. Þessi stofnun er greinilega vanmáttug og það þarf að gera einhverjar stórtækar breytingar.“

Í ágúst hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild og fyrir fimm árum tók ungur maður eigið líf á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Fyrir hálfum mánuði birti DV frásögn Oddrúnar Láru Friðgeirsdóttur en móðir hennar tók eigið líf á geðdeild.

Mikilvægt að leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan

„Ég vona að þið munið fylgja mér hringinn um Ísland á hvolfi næstu daga,“ segir Margrét Hulda. „Þetta geri ég einnig til að vekja athygli á hversu mikilvægt er að leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Fyrir þá sem hafa engan til að tala við vil ég benda á hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið á 1717.is.“

Ólafsvík
Ólafsvík

Stykkishólmur
Stykkishólmur

Helgafellssveit.
Helgafellssveit.

Áhugasamir geta fylgt Margréti Huldu hringinn á Instagram: @margrethk.

Færslu Margrétar Huldu má sjá í heild hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.