Fréttir

Ásdís Rán svarar fyrir sig og Stefanía Tara svarar henni

Harðar deildur um keppnina Ungfrú Ísland og meinta fitufordóma

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Sunnudaginn 27 ágúst 2017 21:00

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og athafnakona, hefur lengið undir þungri gagnrýni í ummælakerfi DV í dag og víðar eftir að hún birti mynd af Stefaníu Töru Þrastardóttur, keppanda í Ungfrú Ísland og vinsælustu stúlkuna í keppninni, þar sem hún setti spurningamerki að keppandi með þetta vaxtarlag væri gjaldgengur í keppninni og kallaði Stefaníu uppfyllingarefni. Stefanía, sem þykir afar falleg, er þéttvaxnari en gengur og gerist í keppni af þessu tagi.

Frétt sem DV birti um málið í morgun hefur vakið feikimikla athygli og umræður. Flestir sem hafa tjáð sig undir fréttinni hafa fordæmt eftirfarandi ummæli Ásdísar Ránar:

„Er búið að breyta stöðlunum í Miss World eða er hún bara uppfyllingarefni til að sýnast fyrir íslenska feministann?“

Ásdís Rán hefur nú stigið fram aftur á Facebook-síðu sinni og útskýrir ummælin í eftirfarandi stöðufærslu:

Ég vil taka það fram að ég er hér algjörlega ekki að setja útá keppandann sjálfan heldur spyr ég hér einfalda spurningu um keppnina og svarið er að það er ekki buið að breyta reglunum í erlendu keppninni sem þessar stúlkur keppast um að taka þátt í. Þarna er ég einfaldlega að benda á að þessar stúlkur eigi ekki jafnan rétt í keppninni þar sem einhverjir keppendur uppfylla ekki staðla fyrir keppnina úti og geta þar með ekki í raun unnið Miss Iceland, ef það á að leyfa stærri stelpum að taka þátt eiga þær þá ekki að hafa jafn mikla möguleika og hinar? eða eru þær bara uppfyllingar efni? fegurðin í öllum sínum formum kemur málinu ekkert við. Þarna finnst mér verið að fara illa með greyið stelpurnar…

Ég vil taka það fram að 90% af kommentum sem ég hef fengið á icequeensnap hefur verið frá fólki sem er algjörlega sammála mér, en auðvitað þorir engin að segja neitt opinberlega…

Stefanía Tara
Stefanía Tara

Keppandinn umræddi, Stefanía Tara, svarar hins vegar stöðufærslu Ásdísar Ránar, frábiður sér að vera tengd við feminískar reglur og segir staðla þá um þátttökuskilyrði í fegurðarsamkeppnum sem Ásdís Rán vísar til einfaldlega ekki vera fyrir hendi. Svar Stefníu Töru er svohljóðandi:

Mér þykir rosalega vænt um að þú hafir tekið sérstaklega eftir því hversu mikið þyngri eða stærri á einhvern hátt ég er, miðað við aðra keppendur.
Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar, hvoki hérlendis, né erlendis. Því allar þær stúlkur sem keppa á Íslandi, hafa jafnan möguleika á því að fara fyrir hönd Íslands, út í Miss World, og hefði ég alveg getað verið sú stúlka.
Ég kem ekki nálægt neinum feminískum reglum, né er ég UPPFYLLINGAREFNI (takk fyrir þetta fallega og ótrúlega tillitsama orð) í þessari keppni. ÉG sótti um, ÉG komst inn, Ég réð hvað ÉG gerði.

Annars er þetta ágætur vettvangur fyrir þig til að fá athygli þar sem ég stóð mig alveg ógeðslega vel, því neikvæð athygli er jú betri en engin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Ásdís Rán svarar fyrir sig og Stefanía Tara svarar henni

Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Blessuð sé minning Sverris og Guðjóns

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Blessuð sé minning Sverris og Guðjóns

Einstæð íslensk móðir hefur ekki efni á að ferma barnið sitt: „Ég er bara að bugast“

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Einstæð íslensk móðir hefur ekki efni á að ferma barnið sitt: „Ég er bara að bugast“

Heilsugæslan vill hætta að skrifa læknisvottorð fyrir framhaldsskólanema

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Heilsugæslan vill hætta að skrifa læknisvottorð fyrir framhaldsskólanema

Ingólfur stefnir ótrauður að því að opna Sparibankann þrátt fyrir gjaldþrot

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Ingólfur stefnir ótrauður að því að opna Sparibankann þrátt fyrir gjaldþrot

Páll Magnússon segir Stundina „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Páll Magnússon segir Stundina „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“

Stal úr búðum með mömmu sinni: Gyða missti son sinn frá sér vegna neyslu – „Þegar þú ert búin að missa barn þá er allt farið“

Mest lesið

Ekki missa af