fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gunnar segir Krossinn „í höndum þeirra sem hafa annarleg sjónarmið að leiðarljósi“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 25. ágúst 2017 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Þorsteinsson, áður í Krossinum, skrifar pistil í Morgunblaðið í morgun þar sem hann lýsir viðskilnaði sínum við söfnuðinn og áfangaheimilið Krossgötur sem byggði upp 24 íbúðir á Kross-reitnum. Hann segir farir sínar ekki sléttar og málið sé „þyngra en tárum taki“.

Dóttirin vildi ekki skila sætinu

Gunnar segir harða atlögu hafa verið gerða að sér eftir að hann giftist Jónínu Benediktsdóttur og að þau mál hafi endað fyrir héraðsdómi. Á meðan því stóð hafi hann falið dóttur sinni, Sigurbjörgu, að stýra söfnuðinum í eitt ár.

Hann skrifar: „Að þeim tíma loknum hófst mikil valdabarátta í Krossinum, þar sem dóttir mín vildi ekki láta sæti sitt af hendi. Sú barátta einkenndist af lögleysi, svikum og prettum.“ Leitað var til yfirvalda en ráðherra hafi ekki talið sig hafa valdheimildir til að skerast í leikinn.

Gunnar segir hina nýju leiðtoga Krossins hafa verið „með öllu vanhæfa og skort alla getu til að leiða sitt starf.“ Í þessari valdabaráttu hafi þeir kært Gunnar til sérstaks saksóknara vegna meintra brotalama í fjárreiðum Krossgatna. „Með því átti að kúga mig til þagnar.“

„Það tók mig tvö erfið ár að hreinsa mig af þeim ásökunum“. Eftir þetta hafi starfið, bæði í Krossinum og Krossgötum, dofnað og orðið að nánast engu.

Dansa í kringum gullkálfinn

Gunnar grunar að um annarlegan tilgang hafi verið að ræða hjá arftökum hans þar sem búið sé að selja þær byggingarnar sem hýstu starfið. „Sú spurning hefur vissulega vaknað hvort það hafi ekki verið tilgangurinn. Nú hefur þetta fólk í fórum sínum sjóði sem telja hundruð milljóna og ljóst að einhverjir vilja dansa í kringum þann gullkálf.“

Málið hefur augljóslega snert Gunnar mjög djúpt. Hann segir: „Það er þyngra en tárum taki þegar ástvinir reyna að koma sínum nánustu bak við lás og slá, með fölskum ásökunum, fyrir peninga og völd. En ekkert er nýtt undir sólunni.“

Þá veltir hann fyrir sér söluverði fasteignanna. Eignarhluti Krossgatna í Hlíðasmára 5-7 hafi verið seldur á sömu upphæð og fasteignamatið en hluti Krossins/Smárakirkju í eigninni er seldur á 144% yfir fasteignamatinu.

„Getur verið að hið lága verð eignarhluta Krossgatna sé til að komast hjá því ákvæði í samþykktum stofnunarinnar að ef starf verður lagt niður beri að leggja þá fjármuni sem eftir sitja í sambærilega starfsemi?“

Gunnar þakkar því fólki sem byggði upp Krossinn með honum á sínum tíma en biður það einnig afsökunar á því hvernig komið sé fyrir söfnuðinum nú. „Það er sárt að sjá frækið vígi guðskristni verða ekki að neinu í höndum þeirra sem hafa annarleg sjónarmið að leiðarljósi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi