fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Næturklúbbur með óvenjulegt tilboð, „Skot fyrir brjóst“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 13. hverfi Parísarborgar stendur næturklúbburinn Wanderlust. Þar gátu konur nýverið fengið skot í boði hússins ef þær beruðu á sér barminn fyrir barþjónunum. Á krítartöflu fyrir aftan barborðið var skrifað „Túttur=skot“ og festar höfðu verið upp Polaroid ljósmyndir af konum að bera brjóst sín.

Uppátæki barþjóna

Málið komst í deigluna á mánudaginn þegar ungur femínisti sem kallar sig Anne GE á samfélagsmiðlum birti ljósmynd af töflunni á Twitter. Í færslunni skrifar hún „Svo að barþjónarnir eru að bjóða stúlkum frí skot gegn því að sýna brjóst sín.“

Anne segir að flestar stúlkurnar á myndunum séu sennilega mjög drukknar og að myndbirting barþjónanna geti mögulega verið ólögleg. Hún hefur fengið töluverð viðbrögð við færslunni. Einn svarar henni: „Líkami kvenna er ekki fjárans peningur.“

Samkvæmt forsvarsmönnum Wanderlust klúbbsins var það ekki yfirlýst stefna að bjóða upp á þetta tilboð heldur hafi barþjónarnir, eða einhverjir af þeim, ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi. „Við vissum ekki af þessu skilti. Myndirnar verða fjarlægðar undir eins og við munum refsa hinum ábyrgu. Við fordæmum að öllu leyti hegðun af þessu tagi“.

Verðlaunaðar fyrir stutt pils

Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í Frakklandi á skömmum tíma. Í ágúst komst næturklúbburinn L´Annexe á frönsku Rívíerunni í deigluna. Þeir buðu stúlkum ýmis tilboð ef þær klæddust stuttum pilsum. Sú stefna var auglýst sérstaklega í kynningarmyndbandi staðarins.

Ef pils mældist styttra en 25 sentimetrar fengu stúlkurnar frítt inn á staðinn. Ef pilsið var milli 18 og 23 sentimetrar fengu þær auk þess frían drykk á barnum. Ef pilsið var innan við 18 sentimetrar fengu þær flösku af rósavíni.

Ýmsir fyrirvarar voru á tilboði L´Annexe. Það gilti einungis fyrir klukkan 2:30 og það var ógilt ef stúlka klæddist buxum, leggings eða sokkabuxum undir pilsinu. Það þarf varla að taka það fram að þetta uppátæki forsvarsmanna L´Annexe olli mikilli reiði á samfélagsmiðlum og víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu