fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Margrét skýrir hvers vegna Thomas neitar enn sök sé hann sekur

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Valdimarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstofu í afbrotafræðum, segir að ein ástæða fyrir því að Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, neiti enn sök þrátt fyrir fjölda sönnunargagna um að hann sé sekur sé einfaldlega að hann græði lítið á því. Margrét var gestur Harmageddon í morgun.

Frosti Logason, annar stjórnenda útvarpsþáttarins, spurði Margréti hvers vegna hann viðurkenndi ekki sök þrátt fyrir að sönnunargögnin hrannist upp. „Margir eru hissa að játning sé ekki komin fram, miðað við þá pressu sem hefur komið fram. Er eðlilegt að menn reyni, gefum okkur það að maðurinn sé sekur, er eðlilegt að menn reyni fram í ystu æsar að sverja þetta af sér?,“ spurði Frosti.

„Ég veit ekki hvort það sé hægt að nota orðið eðlilegt, en það er ekkert undarlegt. Ef þetta er einhver kaldrifjaður morðingi, sem það bendir til að hann sé, án þess þó að fullyrða um það, það á kannski meira eftir að koma í ljós. Hvað hefur hann upp úr því áð játa? Það er ekki fordæmi fyrir því fangelsisdómurinn styttist eitthvað hér á Íslandi,“ svaraði Margrét.

Frosti tók undir þetta. „Við vorum að velta þessu upp, það er málið. Ef hann myndi játa og vera mjög samvinnufús, það myndi ekki gera neitt fyrir refsingu hans,“ sagði Frosti. Margrét sagði að þó hún hafi ekki tekið saman tölur um þetta þá virðist það ekki tíðkast mikið hér að dómar séu styttir ef játning liggi fyrir. „Þegar ég lít yfir þau mál og þá dóma sem hafa átt sér stað á undanförnum áratugum á Íslandi, þá virðast þeir sem játa ekki fá skemmri fangelsisdóm,“ sagði Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás