fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Björn segir vandalisma vaða uppi: „Ætli þetta séu ekki einkennisstafir vandalans?“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til margra ára, birti á Facebook-síðu sinni í gær mynd frá Fossvogskirkjugarði þar sem má sjá veggjakrot á skilti við Sóllands duftreitinn. Um þetta segir Björn: „Vandalisminn veður uppi í borginni. Ekki einu sinni skilti Fossvogskirkjugarðs fær frið.“

Fjölmargir skrifa athugasemd við þessa færslu Björns og eru nær allir á einu máli að svona hegðun sé til skammar og ömurleg framkoma. Guðjón einn Jónsson spyr þó sérstaklega um hvað GTFO þýði. „Hvað á þetta svo að standa fyrir? Eitthvað á íslensku, þýsku eða ensku?,“ spyr Guðjón.

Björn spyr á móti hvort þetta séu ekki einfaldlega einkennisstafir þess sem krotaði á skiltið. „Ætli þetta séu ekki einkennisstafir vandalans? Þeir gera í því að ögra aðgerðalausum yfirvöldum,“ segir Björn.

Jóhann D Egilsson bendir honum á að líklegast sé þetta skammstöfun sem er algeng á internetinu. „GTFO stendur fyrir Get The Fuck Out. En sami skaði er skeður hvað svo sem er krotað á skiltið,“ skrifar Jóhann.

Björn svarar um hæl: „Hann velur sér fögur einkunnarorð þessi krotari!“ Marinó Muggur Þorbjarnarson veltir þessum orðum fyrir sér og spyr í athugasemd: „Hvort vísar krotarinn orðunum að hvílandi fólki garðsins eða tímabundnum íbúum landsins, ferðamönnunum? Eða er hann hann ef til vill að tala við sjálfan sig?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu