fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Þrír staðnir að þjófnaði í Smáralind

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 07:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír einstaklingar á aldrinum 29 til 41 árs voru staðnir að þjófnaði úr verslun í Smáralind í gær. Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17.49, en að sögn lögreglu framvísaði einn þremenninganna einnig ætluðum fíkniefnum við afskipti lögreglu. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslum.

Tíðindalítið var í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi, ýmist vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var einn ökumaður stöðvaður á fimmta tímanum í morgun vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik