fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Thomas sendi pabba sínum SMS um nóttina: „Fyrst og fremst að skoða myndir“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, hélt áfram í dag. Nú í morgun hafa bæði lögreglumenn og sérfræðingar borið vitni. Athygli vekur að Thomas er sjálfur ekki viðstaddur aðalmeðferð.

Bergsteinn Karlsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, bar vitni nú í morgun og var spurður sérstaklega um skýrslu um samfélagsmiðlanotkun Birnu og Thomasar. „Það var leitað eftir upplýsingum sem gátu gefið eitthvað til kynna varðandi staðsetningu hennar. Við fórum í gegnum chattið, notifications á Facebook. Ekkert sem vakti grunsemdir. Engin virkni á samfélagsmiðlum um nóttina,“ sagði Bergsteinn um notkun Birnu.

Bergsteinn sagði meðal annars að Thomas hafi sent pabba sínum SMS um nóttina. „Thomas var fyrst og fremst að skoða myndir og samskipti í gegnum símann. Sendi pabba sínum og kærustu SMS. Við fengum símagögn frá Grænlandi. Bárum þetta saman,“ sagði Bergsteinn. Ekki kom fram hvað Thomas hafi skrifað í skeytunum.

Verjandi Thomasar spurði sérstaklega um hvort samskipti hafi verið á milli Birnu og Thomasar um nóttina. „Það voru engin samskipti í símagögnunum á milli þeirra,“ svaraði Bergsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt