fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

iPhone 8 mun líklega ekki innihalda fingrafaraskanna

Þetta er það sem skrifað er og skrafað um nýja símann

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að talsverð eftirvænting ríki vegna iPhone 8 sem kemur út í september næstkomandi. Eins og venja er á þessum árstíma er mikið skrifað og skrafað um þær tækninýjungar sem fylgja nýjum síma.

Vefritið Mashable greinir frá því að margt bendi til þess að iPhone 8 muni innihalda búnað sem getur greint andlit eigandans á brotabroti úr sekúndu. Þetta mun til dæmis gera notendum kleift að aflæsa símunum á skilvirkari hátt en áður, en iPhone 6 og 7 innihéldu báðir fingrafaraskanna.

Ef kám er á fingri eða óhreinindi á sjálfum skannanum getur það komið fyrir að síminn opnist ekki og þá þarf að slá inn leyninúmer. Með andlitsskannanum ætti þetta að vandamál að vera úr sögunni.

Skanninn mun þó ekki bara gagnast við að opna símann, því samkvæmt heimildum mun hann einnig gagnast þegar borgað er fyrir vöru eða þjónustu í í Appstore.

Mashable vísar í umfjöllun Korean Herald í umfjöllun sinni, en þar kemur fram að iPhone 8 verði einnig búinn fullkomnum þrívíddarbúnaði. Búnaðurinn mun styðja smáforrit, eða öpp, sem styðja AR-tæknina, eða svokallaðan gagnaukinn veruleika.

Þessu til viðbótar er reiknað með að síminn verði þannig búinn að hægt verður að hlaða hann þráðlaust. Þá verður hann vitanlega hraðari en forverar sínir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga