fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Helgi um Thomas Møller Olsen: „Hann gæti verið í fullkominni afneitun“

Þrátt fyrir neitun liggja fyrir gögn sem benda til sektar

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tölur sýna að þegar um alvarleg ofbeldisbrot eða manndráp er að ræða er játning yfirleitt ekki vandamálið á Grænlandi. En hann gæti verið í fullkominni afneitun,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur í samtali við Morgunblaðið í dag.
Segir Helgi að í samtölum hans við grænlenska afbrotafræðinga hafi hann orðið þess áskynja að óvenjulegt sé meðal Grænlendinga að játa ekki sök.

Aðalmeðferð í máli Thomasar, sem er ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær og heldur aðalmeðferðin áfram í dag.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu segir Helgi að Thomas hafi komið fram með nýjar útgáfur eftir því sem málinu hefur undið fram. „Hann sendir frá sér þau skilaboð að vitnisburður hans sé algjörlega haldlaus og ekkert mark sé á honum takandi,“ segir Helgi sem bætir við að ekki sé óalgengt að sakborningar komi með nokkrar útgáfur af því sem á að hafa gerst.

Helgi segir að þrátt fyrir neitun Thomasar liggi fyrir gögn sem benda til sektar Thomasar, til dæmis niðurstöður blóð- og lífsýna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“