fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Thomas neitar að tjá sig um dularfullan pakka: „Ég verð að passa mig“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. ágúst 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í morðmáli Birnu Brjánsdóttur fer nú fram í héraðsdómi Reykjaness. Sakborningurinn Thomas Möller Olsen lýsir nú sinni hlið á atburðunum.

Thomas útskýrir ferðir sínar laugardagsmorgunin 14. janúar með því að hann hafi þurft að afhenda ákveðinni manneskju pakka. Hann vill þó ekki segja hver manneskjan er eða hvað hafi verið í pakkanum. „Ég get ekki sagt meira um þetta. Ég verð að passa mig“.

Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu þjarmaði að honum varðandi þennan pakka. Um það hvað hafi verið í honum og hversu stór hann hafi verið en Thomas svaraði: „Ég get ekki sagt. Ég vil ekki segja meira um þetta“. Þá greip verjandi hans inn í og sagði að Thomas myndi ekki tjá sig meira um pakkann.

Thomas Möller Olsen er einnig ákærður fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu