fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Nikolaj segir lögreglu hafa gengið hart fram

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipverjinn Nikolaj Olsen sagði við aðalmeðferð í morðmáli Birnu Brjánsdóttur, sem fer nú fram í héraðsdómi Reykjaness, segir að lögregla hafi öskrað á sig, líkt og sakborningur í málinu, Thomas Møller Olsen. Verjandi Thomasar spurði Nikolaj sérstaklega um þetta.

„Þegar okkur var komið í land vorum við yfirheyrðir og þá var verið að reyna að láta okkur segja eitthvað. Þá var öskrað á okkur en ekki eftir það,“ hefur Vísir eftir honum.

Verjandi Thomasar spurði jafnframt hvort hann hefði í yfirheyrslum reynt að þóknast lögreglu eða gefið falskar minningar. „Ég veit það ekki en ég var ekki að ljúga. Það gæti verið að eitthvað hafi mistúlkast en ég segi allt satt,“ hefur Vísir eftir honum.

Mbl.is greinir frá því að saksóknari Kolbrún Benediktsdóttir hafi spurt Nikolaj um þær skýrslur sem hann gaf lögreglu stuttu eftir að hann var handtekinn. „Ég man ekki nákvæmlega. Það er liðið hálft ár þannig ég er ekki með þetta á hreinu,“ hefur Mbl.is eftir honum. Kolbrún spurði jafnframt hvort hann hafi verið með merki um áflog og svaraði Nikolaj að hann hafi verið með smá skurð fyrir en annað ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala