fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Piltur beit lögreglumenn og ungmenni gerðu aðsúg að lögreglunni

Margir fóru yfir strikið á Menningarnótt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. ágúst 2017 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarnótt er almennt talin hafa farið vel fram en margir skemmtu sér þó nokkuð taumlaust og voru miklar annir hjá lögreglu í nótt. Nokkrir öfurölvi einstaklingar voru fluttir á slysadeild eftir að hafa misst fótanna í gleðinni og vímunni. Töluvert var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan í Reykjavík hefur sent frá sér eftirfarandi samantekt um Menningarnótt:

Að venju var töluvert annríki hjá lögreglu á Menningarnótt enda lögðu tugþúsundir gesta leið sína í miðborgina. Hátíðin gekk að flestu leyti vel, en einhverjir fóru þó yfir strikið í gleðinni og eyddu því nóttinni í fangageymslu. Raunar voru fangaklefar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu fullnýttir og svo fór að vista þurfti líka fólk í miður góðu ástandi í fangaklefum á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Margir voru í ansi slæmu ásigkomulagi og voru enn að sofa úr sér vímuna þegar komið var vel fram yfir miðjan sunnudag.

Verkefni á Menningarnótt voru annars hefðbundin, en lögreglan sinnti útköllum vegna líkamsárása, heimilisofbeldis, fíkniefnamála og innbrota svo eitthvað sé nefnt. Þá voru nokkrir teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur. Eitthvað var sömuleiðis um meiðsl á fólki, en svo virðist sem hinir sömu hefðu flestir misst fótanna vegna drykkju og voru nokkrir fluttir á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra.

Lögreglan hafði enn fremur afskipti af unglingum víðs vegar á miðborgarsvæðinu og lagði hald á áfengi sem var í fórum þeirra og hafði því næst samband við foreldra og forráðamenn viðkomandi. Ekki voru allir samstarfsfúsir sem urðu á vegi lögreglu á Menningarnótt, en piltur sem hafði óhreint mjöl í pokahorninu reyndi að komast undan lögreglumönnum þegar þeir þurftu að ræða við hann. Pilturinn náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, en við leit á honum fannst hnífur, sem var haldlagður. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi, en slíkt er því miður ekki einsdæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat