fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Allir á völlinn?

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 20. ágúst 2017 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurvin Ólafsson skrifar:

Næsti heimaleikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fer fram þann 5. september næstkomandi. Gengi liðsins síðustu ár hefur verið með ólíkindum, liðið situr sem dæmi núna í 20. sæti styrkleikalista FIFA, sem er líklega enn eitt heimsmetið miðað við höfðatölu. Flug strákanna upp listann hefur verið lygilegt, fyrir aðeins rúmum fimm árum sat liðið í 131. sæti.

Þessar framfarir hafa ekki farið framhjá neinum. Erlendir fjölmiðlar gera sér reglulega ferð hingað til lands til að reyna að átta sig á því hvernig svo fámenn þjóð geti náð svo langt í þessari vinsælustu íþrótt jarðar. Þá fjölgar sífellt íslenskum atvinnumönnum erlendis og í vikunni var okkar skærasta stjarna, Gylfi Sigurðsson, seldur til Everton fyrir um hálfan sjöunda milljarð króna, í metviðskiptum hjá einu frægasta fótboltaliði enska boltans.

Sigurvin Ólafsson ritstjóri DV.

Þessi uppgangur er jákvæður að svo gott sem öllu leyti. Liðið gaf þjóðinni til dæmis einn eftirminnilegasta mánuð sem hún hefur upplifað, með frammistöðunni á EM í Frakklandi í fyrra. Þá má telja líklegt að þessi uppsveifla liðsins muni skila sér í fjölda góðra knattspyrnumanna og kvenna í framtíðinni í gegnum þau börn og unglinga sem dýrka og dá strákana og stelpurnar okkar þegar þeim gengur svona vel.

Einn fylgifiskur árangursins er hin mikla aukning aðsóknar á leiki karlaliðsins hér heima. Það er auðvitað gleðiefni en felur jafnframt í sér það eina sem skyggir á; hversu erfitt það er orðið að mæta á völlinn og horfa á og styðja strákana. Laugardalsvöllurinn rúmar tæplega tíu þúsund áhorfendur og síðastliðin þrjú ár hefur verið uppselt á alla leiki liðsins í undankeppni stórmóta. Miðasala á völlinn hefur í samræmi við tækniþróun færst úr trékofum við völlinn og yfir á netið og þar seljast allir lausir miðar jafnan á nokkrum mínútum. Jafnvel þótt miðasalan fari fram um miðja nótt. Miklu færri komast því að en vilja og margir stuðningsmenn sitja eftir með sárt ennið við tölvuna.

Það blasir því við að Laugardalsvöllur er alltof lítill miðað við eftirspurnina, við þurfum nýjan völl. Undirbúningur við gerð nýs þjóðarleikvangs er raunar hafinn. Þannig hafa KSÍ, borgaryfirvöld og menntamálaráðuneytið í sameiningu látið gera skýrslu um frumhönnun og kostnaðargreiningu vegna byggingar nýs vallar. Þar ku vera miðað við að byggður verði leikvangur sem rúmar á bilinu 16 til 20 þúsund áhorfendur.

En þangað til þar að kemur mætti athuga hvort hægt væri að auka aðgengi hins almenna borgara að leikjum liðsins. Oftast eru til sölu um 4.000 miðar í almennri miðasölu og liggur því fyrir að meira en helmingi sæta vallarins er ráðstafað með öðrum hætti. Vitað er að eitthvað um 1.000 miðar renna til mótsmiðahafa, þeirra sem hafa fyrirfram keypt miða á alla leiki liðsins í viðkomandi keppni. Þá er 1.000 miðum ráðstafað til áhangenda aðkomuliðsins. Eftir standa þá tæplega 4.000 miðar sem fara ekki í almenna sölu. Væntanlega eru þeir miðar teknir frá fyrir fjölmiðla, önnur knattspyrnusambönd, styrktaraðila eða vildarvini samkvæmt samningum. Það væri ánægjulegt ef KSÍ hefði einhver tök á að endurskoða slíka samninga svo hin venjulegu Jón og Gunna eigi betra tækifæri til að berja goðin berum augum.

Þetta er því það eina sem var gott við það að sitja í 131. sætinu fyrir fimm árum, þá komust allir á völlinn sem vildu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins