fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Safaflaska sprakk í tætlur í bíl Sunnu Mjallar með ærandi hvelli: Mikil mildi að barnið hennar slasaðist ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Safaflaska sprakk í tætlur í bíl Sunnu Mjallar með ærandi hvelli: Mikil mildi að barnið hennar slasaðist ekki
Sunna Bjöll Bjarnadóttir, þroskaþjálfi frá Tjörnesi, varð fyrir furðulegu en afar óþægilegu óhappi á föstudaginn þegar lítil plastflaska með Floridana heilsusafa hvellsprakk í bílnum hennar með ærandi hávaða. Ungur sonur Sunnu Mjallar var í bílnum þegar atvikið átti sér stað en sem betur fer sakaði hvorugt:

„Sem betur fer slapp barnið mitt við að fá skurð á sig eða þess háttar. Það hefði hæglega getað gerst af því plastið fór í þúsund mola,“ segir Sunna Mjöll í stuttu viðtali við DV.

Heilsusafinn er framleiddur hjá Ölgerðinni og hafði Sunna Mjöll samband við fyrirtækið vegna atviksins. Þar var henni tjáð að þetta væri ekki óþekkt:

„Ölgerðin sagði að þetta gæti gerst og buðu mér kippu af gosi eða safa í staðinn. Þeir sögðu að þetta hafði gerst af því flaskan hefði hitnað. Hún hitnaði hins vegar ekkert að ráði,“ segir Sunna Mjöll.

Sprengingin skildi eftir sig megna ólykt í bílnum sem enn er ekki farin þó að hann hafi verið þrifinn vandlega. Sunna Mjöll hefur deilt reynslu sinni í nokkrum spjallhópum og hefur fleira fólk vitnað um að hafa orðið fyrir slíku líka. Svo virðist sem varasamt sé að láta drykkinn verða fyrir miklum hitamismun, til dæmis eins og þegar hann er tekinn úr kæli og hitnar síðan við stofuhita eða vermist í sólinni. En fólk hefur þó einnig orðið fyrir því að flaskan springi inni í ísskáp.

„Ég vil endilega vara fólk við þessum flöskum,“ segir Sunna Mjöll en myndin hér að neðan sýnir útbrot á hendi hennar sem mynduðust eftir að safinn hafði slest á hana við sprenginguna. Sonur hennar slapp hins vegar alveg við áverka. „Hann fékk bara safa yfir andlitið og plastbrot fóru yfir stólinn hans en það sér ekki á honum,“ segir Sunna Mjöll.

Sunna Mjöll skrifaði eftirfarandi reynslusögu um atvikið á Facebook-síðu sína:

Hæ fólk! Lenti í mjög óþægilegu atviki í dag og langaði að deila því með ykkur því það eru eflaust fleiri en ég sem vita ekki að þetta getur gerst!

Í aftursætinu á bílnum mínum var rúmlega hálf plastflaska af flórídana heilsusafa. Ég og 3 mánaða guttinn minn vorum að keyra út á þjóðvegi í dag á 85 km hraða þegar að heyrist virkilega hávær sprenging í bílnum. Mér brá alveg svakalega og það munaði alveg ofboðslega litlu að ég keyrði útaf.

Plastflaskan hvellsprakk og splundraðist í þúsund mola. Það rigndi yfir mig, litla minn og allan bílinn plastbrotum og heilsusafa. Það fór gjörsamlega allt út um allt. Safinn var farinn að gerjast og lyktaði því eins og úldið áfengi og er því allt angandi af því sama hve mikið ég er búin að reyna að þrífa ! Litli ormurinn minn fór í algjört panikk kast og grét ekkert eðlilega því það hefur eflaust ekki verið þægilegt fyrir hann að vakna eftir 5 mín svefn við sprengingu og fá svo yfir sig MJÖG illa lyktandi vökva og plastbrot.

Ég hringdi í algjöru sjokki(enda brá mér ekkert eðlilega! ) í Ölgerðina og samkvæmt þeim eru alveg einhverjar líkur á að þetta gerist hafi safinn ekki verið geymdur í kæli !

Vildi bara deila þessu með ykkur því ég hafði ekki hugmynd um að þetta gæti gerst og ég er eflaust ekki sú eina sem hefur verið með opinn safa í plastflösku í bílnum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus