fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Menn með ólögleg vopn handteknir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan hálfellefu í gærkvöld voru þrír menn handteknir í Hafnarfirði grunaðir um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Að lokinni yfirheyrslu voru þeir látnir lausir. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar um verkefni gærkvöldsins og í nótt. Enn fremur þetta:

Samkvæmt dagbókinni virðist maður sem framdi rán í Subway í Vesturbænum í gærkvöld enn ganga laus. Hann var óvopnaður og var í raun um gripdeild að ræða, maðurinn hirti peninga af staðnum og hljóp burtu. Lögregla veit ekki hver maðurinn er en sjónavottar sáu hann hlaupa burt og niður Hringbraut.

Rétt fyrir miðnætti var maður í Breiðholti handtekinn vegna gruns um fíkniefnamisferli, við leit heima hjá honum fannst töluvert magn fíkniefna. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Þá var maður handekinn í miðbænum í nótt vegna gruns um þjófnað á farsíma. Annar maður var handtekinn á sama svæði vegna skemmdarverka og húsbrots, en hann gistir fangageymslu.

Allmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna og fjölmörg verkefni voru vegna ölvunar og hávaða í heimahúsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis