fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Egill segir sjálfsagt fyrir Samfylkinguna að skipta um nafn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samfylkingin var alltaf mjög vont nafn á stjórnmálaflokki. Það var líka hugsað til algjörra bráðabirgða á sínum tíma. Samfylking minnir á eitthvað frá því á millistríðsárunum, þá voru alls konar „fylkingar“ í gangi. Það var meira að segja ómur af gamalli sögu, sem einhverjir mundu ennþá fyrir aldamótin, í nafninu – frá því þegar kommar og kratar gerðu tilraunir til að fylkja sér saman.“

Þetta segir Egill Helgason í nýjum pistli á Eyjunni.. Egill segir þetta vera góðan tíma fyrir Samfylkinguna til að skipta um nafn núna þegar flokkurinn hefur náð botninum en virðist heldur vera á uppleið:

„Það er ekki þar með sagt að flokkurinn verði stór á ný, en hann á þó ákveðin sóknarfæri nú þegar Björt framtíð og Viðreisn eru undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum,“ skrifar Egill og leggur til að flokkurinn heiti annaðhvort Jafnaðarmannaflokkur eða Jafnaðarflokkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“