fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Vörubílstjórinn ákærður: Tíu lík fundust í bílnum

James Bradley gæti átt dauðadóm yfir höfði sér

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Bradley, sextugur vörubílstjóri, hefur verið ákærður eftir að lík tíu einstaklinga fundust í bíl hans. Talið er að fólkið hafi ætlað að hefja nýtt líf í Bandaríkjunum en allir voru þeir ólöglegir í landinu.

Það var þann 23. júlí síðastliðinn að lögreglumenn fundu líkin í bílnum fyrir utan verslun Walmart í San Antonio í Bandaríkjunum. Alls voru 39 ólöglegir innflytjendur í bílnum og er talið að fólkið hafi látist af völdum súrefnisskorts. Bradley hefur verið ákærður fyrir að verða fólkinu að bana en auk þess hefur hann verið ákærður fyrir að koma fólkinu ólöglega inn í landið.

Verði hann fundinn sekur gæti hann átt dauðarefsingu yfir höfði sér.

Bradley er talinn hafa ekið bifreiðinni frá Mexíkó í gegnum landamærabæinn Laredo. Þaðan ók hann svo til San Antonio. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að kælibúnaður, sem átti að halda hitastiginu í bílnum innan eðlilegra marka, hafi verið bilaður en mjög heitt er á þessum árstíma í Texas.

Tuttugu og fjórir einstaklingar sem voru í bílnum voru fluttir á sjúkrahús og hafa þeir nú verið útskrifaðir, að tveimur undanskildum.

Michael McCrum, lögmaður sem gætir réttinda fjögurra þeirra sem voru í bílnum, segir að skjólstæðingar sínir hafi farið til Bandaríkjanna til að stunda vinnu.

Lögregla telur að Bradley hafi tilheyrt eða unnið fyrir skipulögð samtök sem koma fólki til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. Sjálfur hefur Bradley þvertekið fyrir að hafa vitað að fólk væri í bílnum. Hann hafi stöðvað för sína þegar hann heyrði hróp og köll aftan úr bifreiðinni.

Mjög algengt er að reynt sé að smygla fólki til Bandaríkjanna með þessum hætti. Fyrr í þessari viku fundust þrjátíu og sex ólöglegir innflytjendur í vörurými tveggja flutningabifreiða í Texas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“