Fréttir

Sjö ára drengs frá Ástralíu saknað eftir hryðjuverkin í Barcelona

Móðir hans slasaðist alvarlega

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 09:15

Sjö ára ástralsks drengs , sem varð viðskila við móður sína eftir hryðjuverkin í Barcelona í gær, er saknað. Móðir hans liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi eftir hryðjuverkið sem kostaði sextán manns lífið og særði yfir hundrað.

Drengurinn sem um ræðir heitir Julian Cadman og var það afi drengsins, Tony Cadman, sem lýsti eftir honum á Facebook. Faðir drengsins, Andrew Cadman, segist hafa talað við son sinn fjórum tímum áður en voðaverkin voru framin. Hann er á leið til Barcelona að leita að syni sínum.

Vefútgáfa breska blaðsins The Guardian greinir frá þessu.

„Við erum áhyggjufull en vinnum náið með yfirvöldum á Spáni til að vita um afdrif eins Ástrala sem er saknað,“ sagði Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu við fréttamenn í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“
Fyrir 2 dögum

Leiðinlegt fyrir Pólverja

Leiðinlegt fyrir Pólverja