Sjö ára drengs frá Ástralíu saknað eftir hryðjuverkin í Barcelona

Móðir hans slasaðist alvarlega

Varð viðskila við móður sína eftir voðaverkin í gær. Hans er enn saknað.
Julian Cadman Varð viðskila við móður sína eftir voðaverkin í gær. Hans er enn saknað.

Sjö ára ástralsks drengs , sem varð viðskila við móður sína eftir hryðjuverkin í Barcelona í gær, er saknað. Móðir hans liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi eftir hryðjuverkið sem kostaði sextán manns lífið og særði yfir hundrað.

Drengurinn sem um ræðir heitir Julian Cadman og var það afi drengsins, Tony Cadman, sem lýsti eftir honum á Facebook. Faðir drengsins, Andrew Cadman, segist hafa talað við son sinn fjórum tímum áður en voðaverkin voru framin. Hann er á leið til Barcelona að leita að syni sínum.

Vefútgáfa breska blaðsins The Guardian greinir frá þessu.

„Við erum áhyggjufull en vinnum náið með yfirvöldum á Spáni til að vita um afdrif eins Ástrala sem er saknað,“ sagði Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu við fréttamenn í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.