fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ríkissjónvarpið leitar að pörum til að stunda kynlíf í sjónvarpsþætti

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. ágúst 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkissjónvarpið NRK munu sýna sjónvarpsþátt næstkomandi nóvember þar sem venjulegt fólk mun hafa samfarir. Þetta er gert til þess að hjálpa unglingum að fræðast um eigin líkama, þrár og hvatir.

Þátturinn Line fikser kroppen, eða Lína lagar líkama sinn, verður í stjórn sjónvarpsstjörnunnar Line Elvsåshagen. Hún var nýlega með þætti sem báru heitið Line dater Norge, eða Line fer á stefnumót við Noreg, þar sem hún leitaði að hinum fullkomna manni.

Forsvarsmenn NRK leita nú að pörum, venjulegu fólki, til að taka þátt í upptökum þáttanna. Elvsåshagen segir: „Hugmyndin er ekki að sýna kynfærin sjálf á meðan kynlífinu stendur. Við viljum sýna kynlíf sem innilegt en á sama máta nokkuð klaufalegt fyrirbæri.“

NRK hafa auglýst víðs vegar um Noreg, bæði á netinu og með plaggötum. Nú þegar hafa nokkur pör svarað kallinu og sagst vera viljug til að taka þátt.

Í sleik við tómat

Takmark þáttanna er að afmá þær hugmyndir um kynlíf sem margir unglingar hafa eftir að hafa séð leikið klámefni. Håkon Moslet hjá NRK segir:

„Ef við sjáum aðeins líkama sem hefur verið mikið breytt með skurðaðgerðum og aðeins leikstýrðar stellingar þá fáum við rangar hugmyndir um kynlíf. Við ætlum að sýna alvöru kynlíf frá byrjun til enda, ekki aðeins samfarirnar sjálfar. Við vonum að við getum náð til markhóps okkar með þessari aðferð.“ En aðalmarkhópurinn verða stúlkur í kringum 17 ára aldurinn.

Norðmenn hafa notað sjónvarp mikið sem kynfræðsluverkfæri í gegnum tíðina. Árið 2015 stýrði leikkonan Line Jansrud þætti þar sem hún kenndi börnum og unglingum um ýmsa þætti sem tengjast kynlífi svo sem sjálfsfróun, mök, kynþroska og sogbletti. Vakti nokkra athygli þegar hún notaði tómat til að sýna það hvernig ætti að „fara í sleik“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“