fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Feðgarnir dóu með árs millibili: Krabbameinið rakið til atburðanna 11. september 2001

Báðir voru á meðal þeirra sem aðstoðuðu eftir voðaverkin

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Alexander, 43 ára fyrrverandi lögreglumaður, lést á mánudag eftir baráttu við heilaæxli. Ekki er liðið ár síðan faðir hans, slökkviliðsmaðurinn Raymond Alexander, 76 ára, lést úr lungnakrabbameini. Báðir voru þeir í hópi þeirra fjölmörgu sem komu strax til aðstoðar eftir hryðjuverkaárásirnar í New York þann 11. september 2001.

Í umfjöllun Mail Online um þetta mál kemur fram að tvö ár séu liðin frá því að Robert leitaði sér aðstoðar vegna höfuðverkja sem hrjáðu hann. Í kjölfarið kom æxlið í ljós. Faðir hans, Raymond, lést þann 21. nóvember í fyrra en hann hafði sjö sinnum greinst með krabbamein á síðustu þrettán árum.

Talið er að 1.140 manns hafi látist úr sjúkdómum sem rekja má til atburðanna þann 11. september. Gríðarlegt magn asbests, kvikasilfurs og annarra hættulegra efna losnuðu úr læðingi þegar farþegaflugvél var flogið á Tvíburaturnana með þeim afleiðingum að þeir hrundu báðir.

„Þeir gerðu allt sem þeir gátu þennan dag. Það hafði enginn hugmynd árið 2001 að svona gæti farið, en þau urðu mjög fljótt veikir,“ segir Ginger, eiginkona Raymonds og móðir Roberts. Hún segir að þeir hafi báðir verið í fríi þennan örlagaríka dag en báðir farið í vinnuna þegar ljóst var að þörf var á aðstoð þeirra.

Á síðasta ári áætlaði Mount Sinai‘s World Trade Center Health Program, sem meðal annars heldur utan um veikindi sem tengjast atburðunum 2001, að 5.400 manns hafi greinst með krabbamein. „Það tók yfirvöld í Washington allt of langan tíma að bregðast við þessu,“ segir Ben Chevat, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, og bætir við að ríkisstjórn George Bush hafi lengi vel hafnað því að nokkur tenging væri á milli aukinnar tíðni krabbameina og atburðanna árið 2001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk