Feðgar leita að gulli á enn einni kennitölunni: „Þeir geta vaðið yfir eignir annarra“

Gríðarlegt jarðrask og blásýruþvottur - Landeigendur kæra

Gulleit á Tröllaskaga.
Dalvíkurbyggð Gulleit á Tröllaskaga.

Þann 14. júlí síðastliðinn veitti Orkustofnun málmleitarfyrirtækinu Iceland Resources ehf. í Reykjanesbæ leyfi til rannsókna á málmum, þá sérstaklega gulli og kopar, á Tröllaskaga. Leyfið er veitt til fimm ára og leitarsvæðið nær yfir 1.013 ferkílómetra. Forsvarsmenn Iceland Resources sóttu um leyfi til leitar á átta svæðum á Íslandi árið 2015 og árið 2016 fengu þeir leyfi til leitar í Vopnafirði.

Forstjóri Iceland Resources er Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og verkefnastjóri fyrirtækisins er faðir hans, Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson. Eftir þá liggur slóð fyrirtækja sem hafa farið í gjaldþrotaskipti á Suðurnesjum, áratugi aftur í tímann.

Vilhjálmur Kristinn var stjórnarformaður verktakafyrirtækisins Stapaverks sem varð gjaldþrota árið 1993. Hann var einnig stofnandi verktakafyrirtækisins Súlur hf. sem fór sömu leið árið 1995. Vilhjálmur Þór var framkvæmdastjóri félagsins Toppurinn verktakar ehf. sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2003.

Vilhjálmur Kristinn var stjórnarformaður félagsins Jarðvélar sem varð gjaldþrota árið 2008 en Vilhjálmur Þór sat einnig í stjórn þess félags. Félagið Jarðvélar fékk það verkefni að tvöfalda Reykjanesbrautina en féll frá því árið 2007 vegna fjárhagserfiðleika og tafðist verkið því. Gjaldþrot Jarðvéla orsakaði það einnig að allar framkvæmdir við Motopark akstursbraut á Reykjanesi stöðvuðust. Framkvæmdastjóri Iceland Motopark ehf. var Vilhjálmur Þór og Vilhjálmur Kristinn sat í stjórn félagsins.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.