fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Brotist inn í elstu íslensku kirkjuna, „Drekktu bjór“ ritað í gestabókina

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. ágúst 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í elstu íslensku kirkju Vesturheims aðfaranótt mánudagsins 14. ágúst. Það er fréttastöðin CBC sem greinir frá þessu. Kirkjan Grund Frelsis Lutheran Church er frá árinu 1899 og stendur í smábænum Baldri í Manitoba fylki í Kanada.

Þrjótarnir höfðu brotið hluta af hendi styttu Jésú Krists sem er jafn gömul kirkjunni og einnig hluta altaristöflunnar. Minni styttu af Jésu hafði verið stolið og fleira smálegu. Bjórdósir og rusl lá út um alla kirkju og ókristileg orð höfðu verið rituð í gestabókina, „Drekktu bjór“ og „Hrelltu mig“. Innbrotið átti sér stað eftir jarðarför sem haldin var í kirkjunni á sunnudeginum.

Slóðin liggur út úr bænum

Sóknarnefndarmaðurinn Don Guðnason var miður sín eftir að hann sá ummerki innbrotsins. „Það er erfitt að trúa því að nokkur maður fari inn í kirkju til að gera slíkan hlut. Ég veit ekkert hvað þeim stóð til. Öll sóknin er í losti að slíkur hlutur geti gerst hérna í sveitinni.“

Hlutir úr kirkjunni fundust á malarvegi sem liggur norður úr bænum. Sá vegur er aðallega notaður af vöruflutningabifreiðum yfir sumarmánuðina. Don grunar einnig að gerendurnir séu að minnsta kosti tveir að verki. Hann segir að sennilega hafi dólgarnir náðst á myndbandsupptöku en enginn í sóknarnefnd viti hvar þær eru.

Kirkjan er yfirleitt skilin eftir ólæst en nú gæti þar orðið breyting á. „Það eru allir í uppnámi yfir þessu. Ekki einu sinni kirkjan okkar er örugg þessa dagana.“

Don segir að kirkjan sé lítil og ekki rík. Reynt verði þó eftir fremsta megni að koma henni í fyrra horf fyrir messu á sunnudaginn kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala