Viðbjóður við Hörpuna: „Það sem kom út úr rassinum datt þarna niður á bílastæðið - ég horfði á það gerast“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason segir á Facebook-síðu sinni frá vægast sagt viðbjóðslegri reynslu sinni af Jazzhátíð Reykjavíkur um síðustu helgi.

„Ég sá marga flotta tónleika, en það minnisstæðasta sem ég sá síðustu helgi tengdist ekki tónlist á nokkurn hátt. Ég var á leið inn í Eldborgarsal Hörpu og geng inn í salinn hægra megin. Þar fyrir utan eru að finna nokkur bílastæði ætluð starfsfólki ofl. Á leið minni inn horfi ég út til að njóta útsýnisins. Þar sé ég allt í einu rass, kvenmannsrass á milli tveggja bíla á bílastæðinu,“ skrifar Ingi Bjarni.

Málinu var þó ekki lokið þar. „Það sem kom út úr rassinum datt þarna niður á bílastæðið - ég horfði á það gerast! Ég hef aldrei séð annað eins!!! Ég hefði átt að taka mynd af þessu en tónleikarnir með Melismetiq voru í þann mund að hefjast. Ég er EKKI að grínast... Ég sá kúk koma út úr rassinum á ferðamanni fyrir utan Hörpu! Þarna var einhver sem virkilega gaf skít í eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, tónlistarhúsið Hörpu. Ég veit ekki, ég held ég myndi ekki kúka við Eiffel turninn eða Big Ben,“ skrifar Ingi Bjarni en Nútíminn greindi fyrst frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.