fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Líkamsleifar fundust tólf árum eftir hvarfið

Natalee Holloway fór í útskriftarferð fyrir tólf árum en hefur ekki sést síðan

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur Natalee Holloway gætu brátt fengið svör um afdrif hennar en hún hvarf sporlaust fyrir tólf árum, þá átján ára gömul.

Natalee, sem var bandarísk, var í útskriftarferð með samnemendum sínum á eyjunni Aruba í Karíbahafi þegar hún hvarf. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu á sínum tíma fannst stúlkan ekki, en strax vaknaði þó grunur um að henni hafi verið ráðinn bani.

Dave Holloway, faðir Natalee, hefur ekki gefist upp í baráttunni um afdrif dóttur sinnar og á síðustu átján mánuðum hefur hann heimsótt eyjuna ásamt einkaspæjaranum TJ Ward. Fyrir skemmstu fengu þeir ábendingu sem varð til þess að líkamsleifar fundust fyrir aftan hús eitt á eyjunni.

„Við höfum elt margar vísbendingar en þessi er sú áreiðanlegasta sem við höfum fengið á síðustu tólf árum,“ sagði Dave í viðtali við Today. Umrædd ábending kom frá einstaklingi sem sagðist hafa aðstoðað hollenskan karlmann, Joran Van der Sloot, við að losa sig við líkið af Natalie. Joran þessi lá undir grun í málinu á sínum tíma en neitaði ávallt sök. Hann afplánar nú 28 ára fangelsisdóm í Perú fyrir morð á ungri konu, Stephany Flores, árið 2010.

DNA-rannsókn fer nú fram en hún mun skera úr um hvort líkamsleifarnar séu af Natalie eður ei. Aðstandendur Natalee segja að líklega muni niðurstöður fást innan mánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks