fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fréttakonu hótað lífláti fyrir að gagnrýna Donald Trump

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eboni Williams, þáttastjórnandi á Fox News-sjónvarpsstöðinni, hefur fengið ítrekaðar hótanir eftir að hún gagnrýndi Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum.

Williams kemur reglulega fram í þættinum The Specialists á Fox News þar sem hún heldur úti dagskrárlið sem kallast Eboni‘s Docket. Í síðasta þætti sínum gagnrýndi hún viðbragðsleysi Trumps vegna atburðanna í Charlottesville um liðna þar sem hvítir þjóðernissinnar stóðu fyrir fjöldasamkomum. Sagði hún að Trump hefði meðal annars sýnt af sér „heigulsskap“ auk þess að kalla hann rasista.

Williams segir við Variety að undir venjulegum kringumstæðum fái hún 10 til 15 tölvupósta eftir hvern þátt. Á mánudag biðu hennar hins vegar 150 tölvupóstar og allir nema þrír, að sögn Williams, innihéldu niðrandi orð og hótanir. Í kjölfarið hefur hún kallað eftir því að fá aukna vernd hjá starfsmönnum öryggisdeildar Fox.

Þrátt fyrir hótanirnar segist hún t í viðtalinu við Variety standa við þau orð sem hún lét falla. Trump þurfi einfaldlega að tala skýrar gegn rasisma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið