fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Þessi kona slapp frá Nasistum í Þýskalandi: Nú berst hún gegn þeim í Bandaríkjunum

Marianne Rubin vakti athygli á samstöðufundi í New York

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marianne Rubin, 89 ára kona, vakti talsverða athygli á samstöðufundi í New York á sunnudag. Fjöldi fólks var þar samankominn til að sýna samstöðu gegn uppgangi nýnasista í Bandaríkjunum. Efnt var til fundarins í kjölfar fjöldafunda sem nýnasistar, hvítir þjóðernissinnar og meðlimir Ku Klux Klan skipulögðu í Charlottesville í Virginíuríki og enduðu með ósköpum.

Slapp úr klóm Nasista

Rubin hélt á stóru spjaldi á fundinum í New York en á því stóð: „I Escaped the Naziz Once. You Will Not Beat Me Now.“ Í lauslegri þýðingu stóð á spjaldinu að Rubin hefði eitt sinn sloppið frá Nasistum og í þetta skiptið myndu þeir ekki heldur ná henni.

Myndir af Rubin voru birtar á Twitter, meðal annars af Seth Lemon, fréttamanni CBS. Færslu hans hefur, þegar þetta er skrifað, verið deilt rúmlega 113 þúsund sinnum og 300 þúsund notendur hafa sett „læk“ á hana.

Ruddust inn á heimilið

Saga Rubin er um margt merkileg en hún var ung stúlka af gyðingaættum í Þýskalandi þegar Adolf Hitler og Nasistum óx fiskur um hrygg. Í viðtali við Huffington Post rifjaði Rubin upp að hún hafi verið sex ára gömul þegar Nasistarnir komu á heimili hennar og réðust á fjölskyldu hennar.

„Ég vissi að eitthvað slæmt myndi gerast. Þeir ruddust inn og ýttu mér niður. Svo ýttu þeir föður mínum niður,“ segir hún í viðtalinu. Seint á fjórða áratug tuttugustu aldar tókst Rubin og fjölskyldu hennar að flýja frá Þýskalandi. Fyrst fóru þau til Ítalíu, svo Frakklands og áður en fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna.

Amma hennar send í útrýmingarbúðir

Það voru samt ekki allir í fjölskyldunni jafn heppnir og Rubin. Amma hennar, sem upphaflega yfirgaf Þýskaland með fjölskyldu sinni, fór aftur til Þýskalands til að freista þess að frelsa fleiri fjölskyldumeðlimi úr klóm Nasista. Hún var handsömuð og send í Terezin-útrýmingarbúðirnar í Tékkóslóvakíu þar sem hún lést.

Rubin segir að það sé ótrúlegt til þess að hugsa, 70-80 árum síðar, að enn séu þeir til sem aðhyllast kynþáttahyggju, að hvíti kynstofninn sé öðrum fremri. „Ég á bágt með að trúa þessu,“ sagði hún og bætti við að skilaboðunum hafi hún beint til Donalds Trump Bandaríkjaforseta. „Hvers vegna þarf þetta að vera svona?“
Trump lá undir gagnrýni fyrir það hversu seint og illa hann brást við því sem gerðist í Charlottesville.
Á mánudag brást Trump þó við og sagði að rasismi væri af hinu illa og þeir sem beittu ofbeldi í nafni rasisma væru glæpamenn og hyski.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“