fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sunna segir frá grimmu ofbeldi fyrrverandi kærasta: „Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið og þegar ég sagði honum að þetta væri kærastinn minn“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var algjörlega ónýt eftir þetta samband og byrjaði að einangra mig því mér leið eins og enginn tryði mér, þetta hefði allt verið mér að kenna. Ég væri bara geðveik,“ segir Sunna Axelsdóttir í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún frá langvarandi ofbeldi, andlegu, líkamlegu og kynferðislegu, sem hún varð fyrir af höndum fyrrverandi kærasta sínum á menntaskólaárum.

Í samtali við DV segir Sunna að það hafi erfitt verið skrifa pistilinn en hana langi að hjálpa eins mörgum og hún geti sem eru í sömu stöðu og hún, því ofbeldi sem þetta hafi verið svo mikið tabú á Íslandi í gegnum tíðina.

Fyrsti kossinn lýsandi

Sunna var með manninum meðan hún var í menntaskóla en hún kynntist honum í menntaskólapartýi. „Ég hef skammast mín í tæplega 8 ár en það eru 6 ár í haust síðan við hættum saman. Ég hef aldrei þorað að tala um reynsluna mína því ég var svo hrædd um að hann myndi nota það sem afsökun til þess að ráðast á mig aftur. Það er sagt að fyrsti kossinn segi margt um komandi samband og í þessu tilfelli var það reipsleikur í menntaskólapartýi fyrir átta árum sem hóf mína verstu martröð,” segir Sunna.

Hún segir að í fyrstu hafi hann verið góður við sig en ekki leið á löngu þar til það breytist. „Í fyrstu var hann yndislegur við mig en ekki leið á löngu þar til hann fór að segja niðurbrjótandi hluti eins og hvað ég væri vitlaus, ógeðsleg og léleg í rúminu. Eftir að hafa verið saman í nokkra mánuði reyndi ég að hætta með honum því ég vissi að ég elskaði hann ekki en hann brást við með því að byrja að svelta sig og stalka mig. Síðan hittumst við og hann leit mjög illa út og sagði “sjáðu hvað þú hefur gert mér, ég get ekki lifað án þín, ég lofa að verða betri maður fyrir þig ef þú gefur mér annan séns,” segir Sunna.

Fannst hann eiga annan séns

Þegar þetta gerist er Sunna 17 ára og þá fannst henni eins og að allir ættu skilið annan séns. „Þannig ég gaf honum annað tækifæri en þá fyrst byrjaði hann að verða virkilega ofbeldisfullur og beita mig grófu andlegu ofbeldi. „Það eina sem er kvenlegt við þig er að þú spilar á píanó.“ „Ég fæ ekkert útúr því að sofa hjá þér lengur.“

Hann sagði ítrekað hvað ég væri glötuð, ógeðsleg, feit, ljót með pepperóní brjóst og hvað ég væri heppin að hafa hann að því enginn annar strákur myndi vilja vera með mér eða elska mig jafn mikið og hann,“ lýsir Sunna.

„Sökin var alltaf mín“

Andlega ofbeldið færðist yfir í að verða kynferðislegt ofbeldi, segir hún. „Ég fékk heiftarlegar sveppasýkingar vegna aðskotahluta sem hann setti inní mig án míns samþykkis og neyddi mig til þess að stunda endaþarmsmök með honum (því annars fengi hann ekkert útúr því að sofa hjá mér því ég væri svo lélegt í rúminu).

„Á einhverjum tímapunkti reyndi ég að neita honum og streitast á móti en þá sagði hann: „Þú ert kærastan mín og þú átt að sofa hjá mér“. Með tímanum byrjaði hann að verða mjög afbrýðissamur og gaf mér til að mynda glóðarauga á erlendri tónlistarhátíð þegar annar strákur reyndi við mig. Síðan sagði hann að ég væri að misskilja hann, hann hefði ekki verið að ráðast á mig því þetta hefði gerst óvart.

„Sökin var alltaf mín, ég þyrfti að passa mig að gefa honum ekki ástæðu til þess að verða reiðan útí mig og þar af leiðandi missa stjórn á skapi sínu. Hann væri svo ástfanginn af mér að hann réði ekki við sig,“ lýsir Sunna.

Kenndi hormónum um efasemdir

Hún segir maðurinn notaði það oft sem rök að tilfinningar hennar og skoðanir væru byggðar á hormónum. „Hann bannaði mér að hitta vinkonur mínar án þess að hann væri með mér. Hann sagði að ég myndi mála slæma mynd af honum fyrir framan vinkonur mínar ef ég myndi tala um okkar samband við þær því þær gætu ekki skilið sambandið og hversu mikið hann elskaði mig. Hann notaði það gjarnan sem rök að ég væri á pillunni og mínum efasemdar tilfinningum væru ekki treystandi því hormónarnir væru að láta mig misskilja hann.

“Hann var búinn að brjóta mig fullkomlega niður og ég var orðin virkilega hrædd við hann. Ég þorði ekki að hætta með honum því ég þorði ekki að komast að því hvernig hann myndi bregðast við og ég var byrjuð að trúa ógeðslegu hlutunum sem hann sagði um mig. Um að enginn annar maður gæti elskað svona glataða manneskju eins og mig,” segir Sunna.

Gróft ofbeldi í fjörunni

Sunna segir að grófasta líkamlega ofbeldið hafi átt sér stað þegar hún var í stúdentsveislu ásamt honum. „Það var í stúdentsveislu hjá vini hans á Seltjarnarnesinu sem eitt af grófasta líkamlega ofbeldið átti sér stað. Hann hafði sagt eitthvað við mig sem lét mig fara að gráta. Þá varð hann reiður útí mig fyrir að „make a scene“ fyrir framan vini hans. Það sem hann gerði næst var að taka mig í göngutúr niðrí fjöru, sagðist ætla að tala við mig. Þegar við vorum komin niðrí fjöru tók hann af mér skóna svo ég gæti ekki hlaupið í burtu og byrjaði að lemja mig af fullu afli.

„Sem betur fer voru 3 strákar á leiðinni niðrí bæ úr annarri útskriftarveislu sem sáu þetta og náðu að stoppa hann, halda honum niðri og koma mér inní bíl. Einn af þessum strákum hafði verið með mér í árgangi í Hagaskóla og spurði mig hver þetta hefði verið og hvort það væri allt í lagi með mig. Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið og þegar ég sagði honum að þetta væri kærastinn minn.

„Þeir keyrðu mig heim í Vesturbæinn þar sem ég var ein heima yfir helgina. Ekki leið á löngu þar til kærastinn lætur sjá sig, liggur á glugganum og biður mig um að hleypa sér inn. Hann er grátandi og segist vera miður sín yfir þessu, hann hafi ekki ætlað að missa svona svakalega mikið stjórn á sér. Ég var svo hrædd við hann að ég þorði ekki annað en að hleypa honum inn, var hrædd um að ef ég myndi hringja á lögregluna myndi enginn trúa mér því þetta væri kærastinn minn,“ segir Sunna.

„Gott að þú lamdir hana meðan þú gast það“

Fljótlega eftir þetta hætti maðurinn með Sunnu en hún segir að ofbeldinu hafi þó ekki verið lokið. „Á þessum tímapunkti byrjaði ég að svara ofbeldinu með ofbeldi. En ég þorði því oftast ekki nema á almannafæri því þá vissi ég að hann gæti að minnsta kosti ekki neitt mig til að stunda samfarir með honum eftirá.

„Sem betur fer hætti hann með mér á 19 ára afmælinu mínu og ég tel það hafa eingöngu verið því ég var hætt að leyfa honum að komast upp með ofbeldið án þess að ég svaraði fyrir mig. Í kjölfarið byrjaði hann að segja fólki að ég væri geðveik og lygasjúk,“ segir Sunna.

Nokkrum mánuðum síðar kveðst Sunna hafa lent í vini mannsins, sem hafi verið síst skárri. „Það var síðan á Dimmisjon balli um jólin, nokkrum mánuðum eftir sambandslitin, sem vinur hans réðst á mig. Hann hefði ætlað í sleik við vinkonu mína fyrir framan fyrrverandi kærustuna sína sem var líka vinkona mín og ég spurði hann hvort það væri æskilegt þar sem þau væru nýhætt saman.

„Þá tók hann mig út og kýldi mig niður í götuna þannig skórinn minn brotnaði og byrjaði að sparka í bakið á mér meðan ég lá á götunni. Fyrrverandi kærastinn „kom til bjargar“, stoppaði hann og sagði honum að vera ekki að eyða orku í mig, ég þýddi ekkert fyrir honum lengur. Þá svaraði vinur hans „gott að þú lamdir hana meðan þú gast það“.

„Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því að skömmin væri öll mín, hann hefði ekki skammast sín fyrir að beita mig ofbeldi heldur státað sig af því við vini sína. Mér leið eins og það hefði verið mér að kenna að vinur hans hefði ráðist á mig því ég hefði verið að skipta mér af,“ segir Sunna.

Hefur ekkert vald lengur

Sunna segir að það hafi tekið sig langan tíma að opna sig: „Seinna þegar ég byrjaði að opna mig og tala í fyrsta skipti um sambandið okkar við sameiginlega vini tóku þau hans hlið, sögðu að ég væri að ýkja og að við hefðum einfaldlega verið slæm fyrir hvort annað: “Voruð þið ekki bara að lemja hvort annað?”. Daginn eftir fór meirihluti vinkvenna minna í afmælið hans. Það voru aðeins tvær vinkonur mínar úr sameiginlega MH vinahópnum sem trúðu og stóðu með mér, en önnur þeirra hafði séð þegar hann gaf mér glóðaraugað.

„Ég hætti að reyna að segja mína hlið því fólki fannst það svo óþægilegt. Það var síðan fyrir tæplega 3 árum sem ég sá hann á djamminu og ég fékk mitt fyrsta slæma kvíðakast. Ég byrjaði að ofanda og gat ekki staðið í lappirnar. Sem betur fer var ég með núverandi kærastanum mínum sem gat hjálpað mér að komast heim í öruggt skjól. Ég hef þurft að díla við mikinn kvíða og vanlíðan eftir þetta fyrsta samband og hef þróað með mér mikið „imposter syndrome“ og lifði í stöðugum ótta við að allt það ljóta sem hann sagði við og um mig sé satt. Auðvitað er það ekki satt og ég er tilbúin til að segja mína hlið því ég er ekki lengur hrædd við hann.

Hann hefur ekkert vald á mér og ég þarf ekki að vera meðvirk með honum lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala