fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Nær allir vildu styttri vinnuviku – hvað segir þú?

Afgerandi niðurstöður könnunar BHM

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 92 prósent þeirra sem svöruðu nýrri könnun sem gerð var meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM eru hlynnt því að vinnuvikan verði stytt í 37,5 stundir ef það skerðir ekki kjör þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér.

Flestir, eða 41 prósent, sögðu að það myndi henta sér best að vinna einn dag í viku til hádegis ef vinnuvikan yrði stytt með þessum hætti en 29 prósent töldu að það myndi henta þeim best að hætta hálftíma fyrr á hverjum vinnudegi. Um 17 prósent vilja vinna lengur fjóra daga vikunnar og eiga einn frídag.

BHM og önnur heildarsamtök launafólks hafa lagt áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðleitni til að skapa fjölskylduvænan vinnumarkað og auðvelda fólki að samræma störf og einkalíf. Í þessu sambandi má nefna að BSRB hefur í samstarfi við bæði Reykjavíkurborg og ríkið gert tilraunir með styttingu vinnuvikunnar á völdum vinnustöðum sem þykja hafa gefið góða raun.

Í tilkynningunni er bent á að um þessar mundir búi 17 aðildarfélög BHM sig undir að hefja samningaviðræður við ríkið en gildistími gerðardóms frá 2015 rennur út í lok mánaðar. Í könnuninni var meðal annars spurt hvað aðildarfélögin ættu að leggja mesta áherslu á við gerð næstu kjarasamninga. Rúmlega helmingur svarenda vill að mest áhersla verði lögð á hækkun launa og kaupmáttar en um fjórðungur telur að leggja eigi mesta áherslu á styttingu vinnuvikunnar.

Könnunin var gerð af fyrirtækinu Maskínu ehf. dagana 5. maí til 28. júní sl. og náði til handhófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru 27 að tölu. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða félaganna.

Hér að ofan gefst lesendum kostur á að svara spurningu um styttingu vinnuvikunnar og hvetjum við sem flesta lesendur til að taka þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu