fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hjónin ákváðu að deyja saman eftir 65 ára hjónaband

Nic og Trees Elderhorst héldust hönd í hönd þegar þau kvöddu þennan heim

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollensku hjónin Nic og Trees Elderhorst héldust hönd í hönd þegar þau kvöddu þennan heim í sumar. Þau höfðu verið gift í 65 ár og voru bæði 91 árs. Það sem gerir sögu hjónanna sérstaka er sú staðreynd að þau ákváðu að deyja saman.

Líknardráp eru lögleg í Hollandi og það var valkostur sem hjónunum stóð til boða eftir að heilsu þeirra fór að hraka fyrir nokkrum árum. Nic fékk heilablóðfall árið 2012 og í kjölfarið skertist hreyfigeta hans talsvert. Trees þjáðist hins vegar af elliglöpum og átti auk þess orðið erfitt með gang. Ef Nic hefði látist á undan Trees hefðu örlög hennar orðið þau að flytja á dvalarheimili fyrir aldraða. Það hugnaðist henni ekki og því varð líknardráp fyrir valinu.

Í umfjöllun um þetta mál sem breska blaðið Telegraph vitnar til kemur fram að þó líknardráp hafi verið lögleg í Hollandi í fimmtán ár sé það sjaldgæft að hjón ákveði að deyja í sameiningu. „Það var þeirra stærsta ósk að fá að deyja saman,“ segir dóttir hjónanna. „Þau gáfu hvort öðru stóran koss og dóu síðan meðan þau héldust hönd í hönd,“ bætir hún við en hjónin létust þann 4. júní síðastliðinn.

Í frétt breska blaðsins Independent kemur fram að samkvæmt hollenskum lögum þurfi sjúklingar að sýna fram á að þeir þjáist af „óafturkræfum og óbærilegum kvölum“ áður en orðið er við beiðni um líknardráp. Fulltrúi samtaka um líknardráp í Hollandi segir að sjaldgæft sé að hjón uppfylli öll skilyrði sem til þarf. Fylgst var með hjónunum í sex mánuði áður en nefnd varð við ósk þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala