fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Eiginkona Mugabe sökuð um líkamsárás

Grace Mugabe gaf sig sjálf fram við lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grace Mugabe, eiginkona Roberts Mugabe, forseta Simbabve, gaf sig fram við lögreglu í Suður-Afríku í dag eftir að hún var sökuð um að ráðast á unga konu á hóteli í Jóhannesarborg á sunnudagskvöld.

Grace, sem er 52 ára, var ekki handtekin heldur gaf hún sig sjálf fram við lögreglu og mun hún mæta fyrir dómara í vikunni vegna málsins. Unga konan sem sakar Grace um að hafa ráðist á sig er tvítug og heitir Gabriella Engels. Segir hún að lífverðir forsetafrúarinnar hafi staðið aðgerðalausir hjá meðan Grace réðist á hana.

Gabriella birti myndir af meintum áverkum eftir árásina og á einni slíkri má sjá slæman skurð á höfði hennar. Sagði hún að Grace hefði notað framlengingarsnúru við árásina sem hafi verið tilefnislaus.

Grace var að heimsækja syni Roberts Mugabe á umrætt hótel þegar atvikið átti sér stað. Lögregla sagði í yfirlýsingu að rannsókn málsins væri langt á veg komin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“