fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Birgitta segir að Brynjar hafi blekkt nefndina til að verja meðmælendur Downey

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, birtir á Facebook-síðu sinni viðbót sína við bókun minnihlutans um mál Roberts Downey, dæmds kynferðisbrotamanns. Þar segir hún að Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar, hafi blekkt minnihlutann til að gangast undir trúnað um hina valinkunnu sem mæltu með að Robert Downey fengi uppreista æru.

Birgitta segist hafa óskað eftir því að strikað yrði yfir heilsufarsupplýsingar sem voru forsenda þess að nefndarmenn yrðu bundnir trúnaði. „Birgitta Jónsdóttir óskaði eftir því að strikað yrði yfir þær viðkvæmu heilsufarsupplýsingar sem ráðuneytið sagði að væru að finna í meðmælabréfunum, til að unnt væri að ræða á opinn máta annað það sem tengist meðmælunum. Óskaði þingmaðurinn að þetta yrði gert áður en nefndarmenn fengu bréfin til skoðunar. Formaður nefndarinnar sinnti því í engu,“ segir í viðbót Birgittu.

Hún segir að engar viðkvæmar heilsufarsupplýsingar hafi verið í umræddum gögnum. „Síðan kom í ljós að engar viðkvæmar heilsufarsupplýsingar voru að finna í bréfunum og telur þingmaðurinn að nefndinn hafi verið blekkt til að vera sett undir almennar reglur þingskapa um trúnað. Það er mjög alvarlegt og grefur undan trúverðugleika nefndarinnar að framkvæmdavaldið sem nefndin á að hafa undir eftirliti um góða stjórnsýsluhætti og veita aðhald geti múlbundið nefndarmenn á þennan máta,“ segir í viðbótinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“