fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Svona skaltu aldrei sitja í bíl

Audra hefði betur farið að ráðum eiginmannsins

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég get bjargað einni manneskju frá því sama og ég lenti í þá verð ég ánægð,“ segir Audra Tatum, kona sem búsett er í Walker-sýslu í Georgíuríki í Bandaríkjunum.

Audra steig fram í viðtali við CBS News um helgina þar sem hún deildi sögu sinni með lesendum, en hún slasaðist illa í bílslysi fyrir tveimur árum.

Slæmur ávani

Audra sagði í viðtalinu að hún hefði vanið sig á að sitja með krosslagðar fætur í framsæti fjölskyldubifreiðarinnar sem eiginmaður hennar ekur alla jafna. Ekki nóg með það heldur hefði hún hvílt fæturna ofan á mælaborðinu.

Audra segir að eiginmaður hennar hefði ítrekað bent henni á hætturnar sem þessu kann að fylgja. En hún hlustaði ekki, að minnsta kosti ekki fyrr en það varð of seint.

Mikil meiðsl

Fyrir tveimur árum lentu hjónin í árekstri, en í slysinu blés loftpúði út fyrir framan sætið sem Audra sat í. Áreksturinn var ekki ýkja harður og sluppu nær allir án meiðsla nema Audra þar sem hún var með fæturna uppi á mælaborðinu. Hún fótleggs- og ökklabrotnaði auk þess sem hún handleggsbrotnaði. Þá nefbrotnaði hún þegar annað hnéð skall í andlit hennar.

Meiðslin mátti rekja til þeirrar stöðu sem Audra var í þegar loftpúðin blés út á ógnarhraða. Í viðtalinu sagðist Audra enn vera að jafna sig, tveimur árum eftir slysið. Mánuður leið áður en hún gat gengið og í dag er staðan þannig að hún verður fljótt þreytt í fótunum eftir að hafa staðið.

Af þeirri ástæðu – og fleiri til – vill hún vekja athygli á þessu, því þó loftpúðar séu gott öryggistæki geta þeir einnig verið hættulegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga