Sparkað í konu á Laugavegi

Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um líkamsárás á Laugavegi í Reykjavík. Maður hafði sparkað í konu og hlaupið burtu. Ekki er vitað hvort maðurinn náðist.

Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um eld í íbúðargámi við Granda. Lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn, grunaður um íkveikju. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Upp úr klukkan eitt í nótt var svokallaður skutlari stöðvaður á gatnamótum Hringbrautar og Snorrabrautar. Var maðurinn grunaður um fólksflutninga gegn gjaldi án leyfis og sölu áfengis.

Brotist var inn í íbúð í Lindahverfi í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöld. Hurð var brotin upp og farið inn.Var tölvum og fleiri verðmætum stolið. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.