Ríkisstjóri Virginíu fordæmir hægri öfgamenn eftir blóðug átök í Charlotteville: „Þið eruð ekki velkominí þetta samfélag“

Hægri öfgamenn á mótmælafundinum í Charlotteville
Hægri öfgamenn á mótmælafundinum í Charlotteville

Minnst þrír eru látnir eftir átök mótmælenda í borginni Charlottville í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Þúsundir hægri öfgamanna efndu til mótmæla vegna áforma borgaryfirvalda um að fjarlægja styttu af herforingjanum Robert Lee af torgi í borginni en Lee var herfoingi Suðurríkjamanna í þrælastríðinu, sem börðust gegn afnámi þrælahalds.

Mótmælafundurinn var haldinn undir slagorðinu „sameinum hægrið“ og mátti þar sjá tákn um rasisma og kynþáttahatur, til dæmis fána með hakakrossum. Efnt var til gagnmótmæla og laust andstæðum hópum saman í mótmælunum.

James Alex Fields er ákærður fyrir morð eftir að hann ók inn í hóp gagnmótmælenda með þeim afleiðingum að kona lét lífið.
James Alex Fields er ákærður fyrir morð eftir að hann ók inn í hóp gagnmótmælenda með þeim afleiðingum að kona lét lífið.

Fjölmargir eru slasaðir eftir átökin og minnst þrír látnir. Kona lét lífið er hægri öfgamaðurinn James Alex Fields Jr ók inn í hóp gagnmótmælenda og margir slösuðust. Hefur hann verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Tveir menn létu lífið er lögregluþyrla sem ætluð var til aðgerða á svæðinu hrapaði.

Ríkisstjóri Virginíu, Terry McAuliffe, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmir hægri öfgamenn og segir þá ekki eiga heima í samfélaginu: „Ég er með skilaboð til allra kynþáttahatara og nasista sem komu til Charlotteville í dag. Skilaboðin eru einföld: Farið heim. Þið eruð ekki velkomin í þetta samfélag. Skammist ykkar. Þið þykist vera ættjarðarvinir en þið eruð það alls ekki.“

Donald Trump forseti fordæmdi einnig ofbeldið en tók ekki skýra afstöðu gegn hægri öfgamönnum heldur sagði að ýmisskonar öfgaöfl hefðu verið að verki í Charlotteville. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir þessa afstöðu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.