fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Lík fannst í Hvítá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. ágúst 2017 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík af karlmanni fannst í Hvítá í dag og eru taldar sterkar líkur á því að líkið sé af hælisleitandanum Nika Begadze sem féll í Gullfoss þann 19. júlí. Það þykir þó ekki fullsannað. Lögreglan á Suðurlandi birti eftirfarandi fréttatilkynningu um málið á Facebook-síðu sinni rétt í þessu:

Í leitarflugi Landhelgisgæslu með björgunarsveitarmönnum Eyvindar á Flúðum í dag fannst lík af karlmanni á austurbakka Hvítár, neðan Brúarhlaða. Líkið hefur verið flutt til rannsóknar á Rannsóknarstofu Háskólans í réttarmeinafræði þar sem fram fer krufning á því ásamt því að Kennslanefnd ríkislögreglustjóra mun vinna með réttarmeinafræðingi að því að bera kennsl á það. Sterkar líkur eru á því að líkið sé af Nika Begadze sem féll í Hvítá við Gullfoss fyrr í sumar.“

Facebooksíða Lögreglunnar á Suðurlandi

Nika Begadze er frá Georgíu. Hann féll í Gullfoss miðvikudaginn 19. júlí. Fólk tilkynnti lögreglu að það hefði séð mann í Hvítá við Gullfoss. Fjölmennt lið björgunarsveitamanna leitaði hans þá án árangurs og þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang.

Nika Begadze bjó í Reykjanesbæ og var með stöðu hælisleitanda. Skipulögð leit stóð yfir í þrjá daga og var henni þá slitið. Þó hefur verið leitað að Nika af og til og í dag virðist leitin hafa borið árangur – þó að ekki sé endanlega staðfest að líkið sé af honum.

Ólíklegt er talið að Nika hefði fengið hæli hér á landi þar sem Georgía er talin vera öruggt land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt