Fréttir

Brynar Níelsson: Ekki hlutverk stjórnvalda að reisa við æru manna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. ágúst 2017 15:19

„Þetta hefur verið meðhöndlað eins og lögin gera ráð fyrir. Menn fá þetta ef þeir uppfylla þau skilyrði sem eru í lögunum. Það virðist ekki skipta máli hvaða brot er um að ræða, þannig er það bara. Það líður ákveðinn tími áður en dómur er genginn og svo framvegis,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Kristján Kristjánsson í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun.

Miklar deilur hafa geisað í samfélaginu í sumar eftir að Robert Downey fékk uppreist æru en hann var á sínum tíma dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Uppreist æru þýðir að Robert Downey getur aftur fengið málaflutningsréttindi. Undanfarið hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra unnið að endurskoðun laga um uppreist æru.

Brynjar segir jafnframt í viðtalinu að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að reisa við æru manna og að orðalagið „uppreist æra“ sé óheppilegt og valdi ruglingi í umræðunni:

„Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig.“

Brynjar segist hins vegar þeirrar skoðunar að allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, eigi að geta fengið borgaraleg réttindi sín aftur. Hann telur hins vegar ekki sjálfgefið að menn fái hvaða starfsréttindi sem er aftur. Þar stendur þó hnífurinn í kúnni en margir í samfélaginu eru afar ósáttir við að Robert Downey geti fengið aftur starfsréttindi sín sem lögmaður.

Sá nánar á Vísir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“
Fyrir 2 dögum

Leiðinlegt fyrir Pólverja

Leiðinlegt fyrir Pólverja