fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Saklaus maður álitinn vera hlauparinn ískyggilegi

Hrinti konu fyrir strætisvagn – lögregla leitar hans enn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir af skokkara á Putney Bridge í London sem ýtti konu í veg fyrir strætisvagn vöktu mikla athygli í vikunni. Myndband sem birt var með fréttum af atvikinu má sjá hér að neðan en þar virðist hlauparinn ýta gangandi konu viljandi fyrir strætisvagn. Konan hlaut minniháttar meiðsl en þar var fyrir að þakka snarræði vagnstjórans.

Fyrir helgi bárust síðan fréttir um að lögreglan hefði fundið og handtekið hlauparann. Núna hefur hins vegar komið í ljós að hinn handtekni var alls ekki hlauparinn alræmdi. Um var að ræða 41 árs gamlan bankamann að nafni Eric Bellquist. Hann hefur verið látinn laus og lögregla hefur lýst því yfir að hann sér hreinsaður af öllum grun í málinu.

Lögreglan lýsir því enn eftir hlauparanum sem í hlut átti og biðlar til mögulegra sjónarvotta um að gefa sig fram og veita upplýsningar í málinu.

Margir sem hafa horft á myndskeiðið af atvikinu telja að hér hafi verið um morðtilraun eða tilraun til manndráps að ræða. Aðrir vilja ekki ganga svo langt í túlkun á því sem fyrir augu ber. Einhverjir telja að konan hafi reynt að bregða fæti fyrir hlauparann og því hafi það verið varnarviðbrögð hjá honum að ýta við henni.

Lesendur geta skoðað myndbandið hér að neðan og dæmt sjálfir.

Nánar má lesa um máið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“