fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jökull Máni fæddist sjö vikum fyrir tímann og þarf að fara í hjartaaðgerð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jökull Máni átti að koma í heiminn þann 3. september en fæddist þann 14. júlí, eða rúmlega sjö vikum fyrir tímann. Hann fæddist með Downs-heilkenni og hjartagalla og þarf því að fara í hjartaaðgerð í Lundi í Svíþjóð eftir að hann hefur náð fjörugga kílóa líkamsþyngd, en nokkuð vantar upp á það.

Stofnuð hefur verið stuðningssíða á Facebook til að styrkja Jökul Mána og foreldra hans. Þar segir í einni færslu:

Þann 14. júlí flýtti lítill drengur sér í heiminn, rúmlega sjö vikum fyrir tímann. Foreldrar hans eru Anna Baldvina og Nökkvi Már Víðisson og hefur drengurinn fengið nafnið, Jökull Máni. Hann fæddist með Downs og hjartagalla og þarf því að fara í hjartaaðgerð í Lundi í Svíþjóð eftir að hann hefur náð fjórum kílóum í þyngd. Settur dagur var 3. september og var hann því bæði fyrirburi og léttburi. Jökull Máni á þó nokkuð í land með að ná fjórum kílóum í þyngd og er reiknað með að það geti tekið hann um það bil 6 mánuði. Hann mun því dvelja, ásamt foreldrum sínum, á Vökudeild og síðar á Barnaspítala Hringsins í langan tíma eða þar til hann kemst í aðgerðina.

Okkur langar til þess að leggja þessum ungu foreldrum lið með því að hvetja ykkur til þess að styrkja þá svo þeir þurfi ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur á þessum krefjandi tímum. Margt smátt gerir eitt stórt.

Á þessari síðu munu birtast fréttir ásamt myndum af þessari flottu og duglegu fjölskyldu.

Nánar má lesa um baráttu Jökuls Mána og foreldra hans hér en þeim sem vilja styrkja fjölskylduna með fjárframlögum er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar:

Kennitala: 270198-3179
Reikningsnúmer: 0115-05-063111
Reikningurinn er á nafni Önnu Baldvinu, móður Jökuls Mána.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“