Fiskibátur í hættu á Breiðafirði

Björgunarsveit og þyrla Landhelgisgæslunnar við annað verkefni - myndin tengist fréttinni ekki
Björgunarsveit og þyrla Landhelgisgæslunnar við annað verkefni - myndin tengist fréttinni ekki

Upp úr kl. 17 í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gegnum rás 16 VHF neyðarboð frá báti með tveimur mönnum um borð, sem var við það að reka upp í Framri – Langey í innanverðum Breiðafirði.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir við Breiðafjörð voru kallaðar út á fyrsta forgangi. Einnig voru nærstaddir bátar beðnir um að halda á staðinn. Áhöfn bátsins setti út akkeri sem náði að tefja rekið og um kl. 17:30 sigldi björgunarbátur frá björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi að fiskibátnum og tók hann í tog og náði að draga hann út að stærri bát sem kominn var á svæðið sem tók við drættinum og heldur með fiskibátinn áleiðis í Stykkishólm. Þyrla og aðrar bjargir hafa verið afturkallaðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.