fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ruglingur í verðlaunaafhendingu

Sigurvegari í leiknum #rauttAk á bæjarhátíðinni Ein með öllu hlaut ekki aðalvinninginn

Indíana Ása Hreinsdóttir
Föstudaginn 11. ágúst 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta voru mannleg mistök,“ segir Arna Sif Þorgeirsdóttir hjá Viðburðarstofu Norðurlands en ruglingur varð til þess að sigurvegarinn í leiknum #rauttAk í bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri hlaut ekki auglýstan vinning – grill frá Byko og innleggsnótu frá Nettó.

Reglur á reiki

Eitthvað voru reglur leiksins á reiki en á vefsíðu hátíðarinnar voru bæjarbúar hvattir til að skreyta hús sín með rauðum litum og senda inn myndir. Það hús sem fengi flest „læk“ á síðunni skyldi hljóta vinninginn en dómnefnd myndi velja best skreyttu götuna. Á sunnudaginn var ljóst að hús í Hraunholti hafði hlotið flestu „lækin“ en á sparitónleikunum um kvöldið, þar sem úrslit voru tilkynnt, var hús í Einholti kunngert sem sigurvegari.

„… þetta var bara klúður sem mun ekki koma fyrir aftur“

Vættagil best skreytta gatan

Arna Sif segir mistökin liggja í því að þar sem allt Hraunholtið hafi verið vel skreytt hafi húsið sem fékk flestu „lækin“ fallið inn í götuna. Það hafi hins vegar verið Vættagil sem hlotið hafi verðlaun sem best skreytta gatan.

„Eigandi hússins sem fékk verðlaunin er á engan hátt tengdur einhverjum í dómnefnd. Það er ekkert slíkt í gangi, þetta var bara klúður sem mun ekki koma fyrir aftur. Við höfum haft samband við raunverulegan sigurvegara sem fær gjafabréf í sárabætur. Ein með öllu gekk mjög vel að þessu sinni og það er afar leiðinlegt að þetta mál skuli setja blett á þessa skemmtilegu hátíð. Þetta var hins vegar óvart og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar.“

Leiðinleg mistök

Davíð Rúnar Gunnarsson, hjá Viðburðarstofu Norðurlands og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagðist hafa heyrt lítillega af málinu þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann gat ekki útskýrt hvað hefði gerst en sagði leiðinlegt ef mistök hefðu orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“