Fréttir

Ruglingur í verðlaunaafhendingu

Sigurvegari í leiknum #rauttAk á bæjarhátíðinni Ein með öllu hlaut ekki aðalvinninginn

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar
Föstudaginn 11 ágúst 2017 15:00

„Þetta voru mannleg mistök,“ segir Arna Sif Þorgeirsdóttir hjá Viðburðarstofu Norðurlands en ruglingur varð til þess að sigurvegarinn í leiknum #rauttAk í bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri hlaut ekki auglýstan vinning – grill frá Byko og innleggsnótu frá Nettó.

Reglur á reiki

Eitthvað voru reglur leiksins á reiki en á vefsíðu hátíðarinnar voru bæjarbúar hvattir til að skreyta hús sín með rauðum litum og senda inn myndir. Það hús sem fengi flest „læk“ á síðunni skyldi hljóta vinninginn en dómnefnd myndi velja best skreyttu götuna. Á sunnudaginn var ljóst að hús í Hraunholti hafði hlotið flestu „lækin“ en á sparitónleikunum um kvöldið, þar sem úrslit voru tilkynnt, var hús í Einholti kunngert sem sigurvegari.

„… þetta var bara klúður sem mun ekki koma fyrir aftur“

Vættagil best skreytta gatan

Arna Sif segir mistökin liggja í því að þar sem allt Hraunholtið hafi verið vel skreytt hafi húsið sem fékk flestu „lækin“ fallið inn í götuna. Það hafi hins vegar verið Vættagil sem hlotið hafi verðlaun sem best skreytta gatan.

„Eigandi hússins sem fékk verðlaunin er á engan hátt tengdur einhverjum í dómnefnd. Það er ekkert slíkt í gangi, þetta var bara klúður sem mun ekki koma fyrir aftur. Við höfum haft samband við raunverulegan sigurvegara sem fær gjafabréf í sárabætur. Ein með öllu gekk mjög vel að þessu sinni og það er afar leiðinlegt að þetta mál skuli setja blett á þessa skemmtilegu hátíð. Þetta var hins vegar óvart og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar.“

Leiðinleg mistök

Davíð Rúnar Gunnarsson, hjá Viðburðarstofu Norðurlands og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagðist hafa heyrt lítillega af málinu þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann gat ekki útskýrt hvað hefði gerst en sagði leiðinlegt ef mistök hefðu orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 27 mínútum síðan
Ruglingur í verðlaunaafhendingu

Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Rúnar Freyr gjaldþrota

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Rúnar Freyr gjaldþrota

Páll hjólar í ritstjóra Stundarinnar: „Axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af