Fréttir

Næsta stríð er aðeins 17 mínútum og 45 sekúndum frá okkur

Kristján Kristjánsson skrifar
Föstudaginn 11 ágúst 2017 22:00

Orðaskak Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Norður-Kóreu hefur færst í aukana undanfarna daga. Trump hefur sagt að ef Norður-Kórea haldi sig ekki á mottunni muni Bandaríkin láta eldi og brennisteini rigna yfir landið. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa svarað og segja að ekki sé hægt að ræða vitrænt við Trump, það eina sem hann skilji sé hervald.

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, hefur í framhaldi af hótunum Trump sagt að eldflaugum verði hugsanlega skotið á eyjuna Guam í Kyrrahafi en hún er bandarískt yfirráðasvæði. Samkvæmt fréttum ríkisfréttastofu Norður-Kóreu verður áætlun um eldflaugaskot á Guam tilbúin um miðjan mánuðinn. Samkvæmt fréttastofunni á að skjóta fjórum Hwasong-12 meðallangdrægum eldflaugum fyir Japan og láta þær lenda í sjónum í 30-40 km fjarlægð frá Guam. Þetta eigi að kenna Trump ákveðna lexíu.

Kim Rak-gyom, hershöfðingi í her Norður-Kóreu, lýsti áætluninn í smáatriðum og sagði að það tæki eldflaugarnar 17 mínútur og 45 sekúndur að ná til skotmarksins. Ekki kom fram hvort sprengjur verði í eldflaugunum.

Trump hefur á köflum verið harðorður í garð Kína en hann telur að kínversk stjórnvöld séu með lykilinn að lausn deilunnar við Norður-Kóreu í höndunum. Flestir sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu eru sama sinnis og telja að Kínverjar geti leyst málið því Norður-Kórea er efnahagslega háð Kína.

Í Washington var það því álitið skref í rétta átt þegar Kína samþykkti nýlega hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu í atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. En orðaskak Trump undanfarna daga hefur ekki fallið í góðan jarðveg í Kína.

Í leiðara ríkisdagblaðsins China Daily segir að í stað þess að hafa í hótunum ættu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu að setjast við samningaborðið og taka á nýjan leik upp viðræður sem upp úr slitnaði 2009.

Í leiðara kínverska dagblaðsins Global Times segir að í stað þess að herða refsiaðgerðir og hafa í hótunum ættu Bandaríkin að hjálpa Norður-Kóreu aftur inn í alþjóðasamfélagið. Blaðið sakar Bandaríkin um að hafa hert tóninn eftir að Trump tók við forsetaembættinu og að hafa vanmetið það gjald sem Norður-Kórea er reiðubúið til að greiða til að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

í gær
Næsta stríð er aðeins 17 mínútum og 45 sekúndum frá okkur

Stakk kærastann með samúræjasverði eftir að hún fann Tinder á símanum hans

Fréttir
í gær
Stakk kærastann með samúræjasverði eftir að hún fann Tinder á símanum hans

Katrínu Lilju sárvantar nýrnagjafa: „Hún heldur í vonina um að geta lifað eðlilegu lífi aftur“

Fréttir
í gær
Rocky Horror Show: Frelsun eða fordjörfun?

Aðeins forstjóri N1 fær 20% hækkun, ekki almennir starfsmenn: Tillaga Ragnars felld

Fréttir
í gær
Aðeins forstjóri N1 fær 20% hækkun, ekki almennir starfsmenn: Tillaga Ragnars felld

Reyndi að sleppa við sekt með því að þykjast vera Hómer Simpson

Fréttir
í gær
Reyndi að sleppa við sekt með því að þykjast vera Hómer Simpson

Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Fréttir
í gær
Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Mest lesið

Ekki missa af