Fréttir

Næsta stríð er aðeins 17 mínútum og 45 sekúndum frá okkur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 22:00

Orðaskak Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Norður-Kóreu hefur færst í aukana undanfarna daga. Trump hefur sagt að ef Norður-Kórea haldi sig ekki á mottunni muni Bandaríkin láta eldi og brennisteini rigna yfir landið. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa svarað og segja að ekki sé hægt að ræða vitrænt við Trump, það eina sem hann skilji sé hervald.

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, hefur í framhaldi af hótunum Trump sagt að eldflaugum verði hugsanlega skotið á eyjuna Guam í Kyrrahafi en hún er bandarískt yfirráðasvæði. Samkvæmt fréttum ríkisfréttastofu Norður-Kóreu verður áætlun um eldflaugaskot á Guam tilbúin um miðjan mánuðinn. Samkvæmt fréttastofunni á að skjóta fjórum Hwasong-12 meðallangdrægum eldflaugum fyir Japan og láta þær lenda í sjónum í 30-40 km fjarlægð frá Guam. Þetta eigi að kenna Trump ákveðna lexíu.

Kim Rak-gyom, hershöfðingi í her Norður-Kóreu, lýsti áætluninn í smáatriðum og sagði að það tæki eldflaugarnar 17 mínútur og 45 sekúndur að ná til skotmarksins. Ekki kom fram hvort sprengjur verði í eldflaugunum.

Trump hefur á köflum verið harðorður í garð Kína en hann telur að kínversk stjórnvöld séu með lykilinn að lausn deilunnar við Norður-Kóreu í höndunum. Flestir sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu eru sama sinnis og telja að Kínverjar geti leyst málið því Norður-Kórea er efnahagslega háð Kína.

Í Washington var það því álitið skref í rétta átt þegar Kína samþykkti nýlega hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu í atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. En orðaskak Trump undanfarna daga hefur ekki fallið í góðan jarðveg í Kína.

Í leiðara ríkisdagblaðsins China Daily segir að í stað þess að hafa í hótunum ættu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu að setjast við samningaborðið og taka á nýjan leik upp viðræður sem upp úr slitnaði 2009.

Í leiðara kínverska dagblaðsins Global Times segir að í stað þess að herða refsiaðgerðir og hafa í hótunum ættu Bandaríkin að hjálpa Norður-Kóreu aftur inn í alþjóðasamfélagið. Blaðið sakar Bandaríkin um að hafa hert tóninn eftir að Trump tók við forsetaembættinu og að hafa vanmetið það gjald sem Norður-Kórea er reiðubúið til að greiða til að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“