fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Konur í annarlegu ástandi sáu lögreglunni fyrir verkefnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 06:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur í annarlegu ástandi sáu til þess að lögreglumenn sætu ekki auðum höndum í gærkvöldi og nótt. En karlar komu einnig við sögu lögreglunnar en þó voru þeir ekki eins áberandi og konur þessa nóttina.

Á sjötta tímanum í gær var kona í annarlegu ástandi handtekin en hún er grunuð um þjófnað úr verslun í Kópavogi. Hún var vistuð í fangageymslu.

Um klukkan 20 í gærkvöldi var kona í annarlegu ástandi handtekin við verslun í Austurstræti. Hún hafði verið staðin að þjófnaði og skemmdi síðan þjófavarnarhlið þegar hún yfirgaf verslunina. Hún var vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Um klukkan 1 í nótt var kona í mjög annarlegu ástandi handtekin á heimili við Sléttuveg en þangað hafði verið óskað eftir lögreglu vegna óláta. Konan fór ekki að fyrirmælum lögreglu og reyndi að slá lögreglumenn. Hún er einnig grunuð um vörslu fíkniefna. Hún var vistuð í fangageymslu.

Um klukkan 20 í gærkvöldi var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn við Langholtsveg. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt en þeir eru allir grunaðir um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi